Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Síða 96

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Síða 96
hættulegur. Öðru máli kann að gegna um hættuleg dýr sem smyglað hefur verið til landsins, en af og til berast fréttir af slíku. Menn sem umgangast slík dýr taka áhættu og gætu því vart átt bótarétt þótt þeir slasist af þeirra völdum. Sem dæmi má nefna mann er kemur á heimili annars sem hefur eiturslöngu að gæludýri, gesturinn fer að handleika hana og hún bítur hann. Hvort sem eigandinn hefur varað gestinn við slöngunni eða ekki verður áhættutakan augljós. Hafi eigand- inn hins vegar sagt slönguna hættulausa, og jafnvel hvatt gestinn til að hand- leika hana, vaknar spurning um sök eigandans, en jafnframt eigin sök gestsins. Við mat á eigin sök í þessu tilviki verður að líta til hvers má vænta af slöngum almennt, en jafnframt til þess hverrar varúðar mátti ætlast til að gesturinn sýndi þrátt fyrir hvatningu eigandans. Dómurinn í H 1968 470 fjallar um áhættutöku hestamanns sem tók þátt í hópreið og var þar um mjög dæmigerða áhættutöku að ræða. Svipuð sjónarmið geta vissulega átt við varðandi umgengni við íslensk dýr. Það hefur t.d. lengi þótt góð og gild regla, þótt óskráð sé, að vera ekki að „káss- ast“ upp á ókunnuga hunda. Almennt má segja að menn eigi að sýna varúð í samskiptum við dýr sem þeir þekkja ekki. Þannig á maður sem leigir sér reið- hest að vera við öllu búinn. Hann þekkir ekki hestinn og hesturinn ekki hann. Leigutakinn tekur því áhættu í samskiptum við hestinn sem gæti orðið til þess að hann yrði að bera tjón sitt sjálfur. Á leigusalanum hvílir hins vegar sú skylda að upplýsa um eiginleika hestsins og hvort eitthvað sé að varast í fari hans. Í inngangi greinarinnar var lítillega fjallað um eðli dýra en í stuttu máli má segja að ekki sé til nein staðalmynd af dýrum af hverri tegund fyrir sig, heldur geta einstaklingarnir verið misjafnir. Þeir sem umgangast ókunnug dýr leggja sig í áhættu sem er mismikil eftir tegund og eðli dýranna. Það er ekki ósann- gjarnt að gera þá kröfu til þeirra, sem umgangast dýr annarra, að sýna hæfilega varúð. Eigendurnir geta á hinn bóginn með réttu gert ráð fyrir að þeir sem umgangast dýr þeirra átti sig á því að ákveðin áhætta sé í því fólgin að umgang- ast dýr sem þeir þekkja ekki. Það er einnig ljóst að á dýraeigendum hvílir sú skylda að vara við dýrum sínum ef tilefni er til. Hversu langt eiga þeir að ganga í þeim efnum? Dugir það manni sem á grimman hund að tjóðra hann í garði sínum og setja upp skilti er á stendur: Varúð – hundurinn bítur!? Ef tekið er mið af dóminum í H 1976 145 dugir skiltið ekki, nema garðurinn sé mannheldur eða svo gott sem. Fræðimenn hafa haldið fram þeirri reglu að vara beri menn við hættu þar sem þeir eiga hennar ekki von.15 Fljótt á litið gæti dómurinn stangast á við þessa reglu. Svo er þó ekki þegar litið er til þess að ekki er hægt að bera saman t.d. opinn skurð í götu án viðvörunarmerkja og lifandi dýr. Nokkuð getur verið fyrirsjáanlegt hvað gæti gerst ef maður gengur um götuna og gætir ekki að sér, en aldrei er fullkomlega hægt að sjá fyrir viðbrögð dýrs, eins og áður hefur verið fjallað um. 15 Sjá Gizur Bergsteinsson: „Nokkur sjónarmið í skaðabótarétti“. Úlfljótur. 2. tbl. 1963, bls. 91. 96
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.