Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 37

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 37
upp og varpið misfarist í nokkur skipti. Þá kemur fram í vitnisburði Kristins Hauks Skarphéðinssonar, fuglafræðings hjá Náttúrufræðistofnun, fyrir héraðsdómi að ernir helgi sér varpóðöl eða varpsvæði sem geti náð yfir heilan eyjaklasa. Íslenski haförninn er alfriðaður samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 1. gr. og 17. gr. laga nr. 64/1994, og aldrei má veiða hann í þeim tilgangi að koma í veg fyrir tjón, sbr. 7. gr. reglugerðar nr. 456/1994 um fuglaveiðar og nýtingu hlunninda af villtum fuglum. Í 2. mgr. 6. gr. laganna segir að ávallt skuli „gæta fyllstu varkárni og nærgætni gagn- vart villtum dýrum og lífsvæðum þeirra og forðast óþarfa truflun.“ Ákærða er sem fyrr segir gefið að sök að hafa brotið gegn þessu ákvæði með því að hafa raskað hreiðurstað arna með framangreindri mannvirkjagerð á hreiðurstöðum þeirra í Arn- arstapa og Hrísey. Fram er komið að á undanförnum áratugum hafa fáeinir arnar- ungar komist upp og á sama tíma hefur varp misfarist í nokkur skipti á þessum hreið- urstöðum. Er óumdeilt að síðast var kunnugt um arnarvarp í Arnarstapa árið 1997, en ekki er fram komið hvenær örn verpti síðast í Hrísey. Í orðskýringum 1. gr. laga nr. 64/1994 eru „lífsvæði“ talin vera „svæði sem dýr nota sér til framfærslu og viðkomu eða sem farleið.“ Ekki er ljóst af 6. gr. laganna og öðrum ákvæðum þeirra eða lögskýringargögnum hvort sá staður sem örn kunni að verpa á geti fallið undir lífs- væði dýra eða hvort gerð er sú krafa að hann verpi þar í raun. Þetta orðalag ákvæð- isins er að þessu leyti of almennt og því ekki nægilega ótvírætt og glöggt. Uppfyllir það ekki þær kröfur sem gera verður til skýrleika refsiheimilda. Verður ákærði því ekki sakfelldur fyrir brot gegn þessu ákvæði. Í dómi Hæstaréttar 20. nóvember 2003, nr. 219/2003, (vanmannað skip) var skipstjóranum S gefið að sök að hafa látið úr höfn á skipinu V „vanmönnuðu vegna þess að 2. stýrimaður og yfirvélstjóri höfðu eigi gild atvinnuréttindi“ og með því brotið gegn nánar tilgreindum ákvæðum í lögum nr. 112/1984 um atvinnuréttindi skipstjórnarmanna á íslenskum skipum og laga nr. 113/1984 um atvinnuréttindi vélfræðinga, vélstjóra og vélavarða á íslenskum skipum. Í dómi héraðsdóms, þar sem S var sakfelldur, sagði m.a. svo: Í 1. mgr. 6. gr. siglingalaga nr. 34,1985 segir að skipstjóri skuli annast um að skip sé haffært og að það sé vel útbúið, nægilega mannað og búið vatni og vistum til fyrir- hugaðrar ferðar, auk öryggisbúnaðar eftir þeim ákvæðum í lögum og reglugerðum sem um hann gilda. Það er álit dómsins að í þessu felist það að skipstjóra sé skylt að gæta þess þegar skipi er lagt úr höfn að skipverjar hafi þau starfsréttindi sem lög og reglur krefjast á hverjum tíma. Verður einnig að telja að þessa þýðingarmiklu starfs- skyldu sé skipstjóranum óheimilt að fela öðrum. … Samkvæmt b-lið I í 4. gr. laga um um atvinnuréttindi skipstjórnarmanna á íslenskum skipum er skylt að hafa tvo stýrimenn á skipum sem eru stærri en 301 rúmlest. Sam- kvæmt 1. og 3. mgr. 13. gr. laganna eru það atvinnuskírteini skipstjórnarmanna sem veita atvinnuréttindin, að uppfylltum heilsufars- og hæfnisskilyrðum laganna, og gilda skírteini þessi í fimm ár. Þá segir í 4. mgr. að skipstjórnarmaður skuli hafa skír- teinið meðferðis við skipstjórn og sýna það þegar löggæslumaður krefst þess. Sam- kvæmt f-lið 1. mgr. 2. gr. laga um atvinnuréttindi vélfræðinga, vélstjóra og vélavarða á íslenskum skipum er skylt að hafa þrjá vélstjóra í skipi með 1801 kw vél, þar af einn yfirvélstjóra. … 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.