Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 58

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 58
af þeim breytingum sem átt hafa sér stað í stjórnarskrá og annarri löggjöf lands- ins frá árinu 1963 mælti nefndin með því að tekin yrði afstaða til þess hvort ástæða væri til að ráðast í endurskoðun á lögum nr. 4/1963 um ráðherra- ábyrgð.116 4.2 Reglur stjórnarskrárinnar um ráðherraábyrgð og tvískipt eðli hennar Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum, sbr. 1. málsl. 14. gr. stjórnarskrárinnar. Þó hefur verið lagt til grundvallar að þetta ákvæði beri ekki að túlka bókstaflega. Ólafur Jóhannesson orðar það þannig að ráðherrar verði eigi gerðir ábyrgir vegna athafna embættis- eða sýslunarmanna sem undir þá heyra nema eitthvað hafi á skort af hendi ráðherra um val starfsmannanna, eft- irlit með þeim eða fyrirmæli til þeirra. Í 14. gr. stjórnarskrárinnar felist því það eitt að ráðherrar beri ábyrgð á embættisrekstri sínum.117 Á þessum skilningi virðist byggt í 1. mgr. 1. gr. nr. 4/1963 um ráðherraábyrgð (rbl.) sem hljóðar svo: Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum eftir því sem fyrir er mælt í stjórnarskrá og lögum þessum. (leturbr. höf.) Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum, sbr. 2. málsl. 14. gr. stjórnarskrár- innar, en vikið verður að því hér síðar að þessi stjórnarskrárbundna skylda til setningar lagareglna um ráðherraábyrgð breytir að sjálfsögðu í engu þeirri skyldu löggjafans að sjá til þess að efni slíkra lagareglna samrýmist mannrétt- indaákvæðum stjórnarskrárinnar. Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur sinn, sbr. 3. málsl. 14. gr. stjórnarskrárinnar. Ekki verður fjallað hér nánar um þessar reglur. Þess skal þó getið að samkvæmt 39. gr. stjórnarskrárinnar getur Alþingi skipað nefndir alþingismanna til að rannsaka mikilvæg mál er almenning varða. Ljóst er að af hálfu löggjafans hefur verið litið svo á að þarna undir geti fallið grunur um refsiverða háttsemi ráðherra enda er gert ráð fyrir því í 2. mgr. 14. gr. rbl. að til þess geti komið að Alþingi ákveði að kjósa slíka rannsóknarnefnd til athugunar á störfum ráðherra eins og það er orðað þar. Landsdómur dæmir um mál er varða lagalega ábyrgð ráðherra, sbr. 4. málsl. 14. gr. stjórnarskrárinnar, og er nánar mælt fyrir um skipun og málsmeðferð fyrir dóminum í lögum nr. 3/1963 um landsdóm. Rétt er að geta þess að ráðherraábyrgð er í eðli sínu tvískipt. Það er hin þing- lega (pólitíska ábyrgð) ráðherra sem má segja að sé bein afleiðing þingræðis- reglunnar sem meðal annars felur í sér að ráðherrar verða ávallt að njóta trausts 116 Starfsskilyrði stjórnvalda, bls. 141. 117 Ólafur Jóhannesson: Stjórnskipun Íslands. Iðunn. 2. útg. Reykjavík (1978), bls. 163. Sjá hér einnig Gunnar G. Schram: Stjórnskipunarréttur, bls. 171. 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.