Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Síða 58
af þeim breytingum sem átt hafa sér stað í stjórnarskrá og annarri löggjöf lands-
ins frá árinu 1963 mælti nefndin með því að tekin yrði afstaða til þess hvort
ástæða væri til að ráðast í endurskoðun á lögum nr. 4/1963 um ráðherra-
ábyrgð.116
4.2 Reglur stjórnarskrárinnar um ráðherraábyrgð og tvískipt eðli hennar
Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum, sbr. 1. málsl. 14. gr.
stjórnarskrárinnar. Þó hefur verið lagt til grundvallar að þetta ákvæði beri ekki
að túlka bókstaflega. Ólafur Jóhannesson orðar það þannig að ráðherrar verði
eigi gerðir ábyrgir vegna athafna embættis- eða sýslunarmanna sem undir þá
heyra nema eitthvað hafi á skort af hendi ráðherra um val starfsmannanna, eft-
irlit með þeim eða fyrirmæli til þeirra. Í 14. gr. stjórnarskrárinnar felist því það
eitt að ráðherrar beri ábyrgð á embættisrekstri sínum.117 Á þessum skilningi
virðist byggt í 1. mgr. 1. gr. nr. 4/1963 um ráðherraábyrgð (rbl.) sem hljóðar
svo:
Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum eftir því sem fyrir er mælt í
stjórnarskrá og lögum þessum. (leturbr. höf.)
Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum, sbr. 2. málsl. 14. gr. stjórnarskrár-
innar, en vikið verður að því hér síðar að þessi stjórnarskrárbundna skylda til
setningar lagareglna um ráðherraábyrgð breytir að sjálfsögðu í engu þeirri
skyldu löggjafans að sjá til þess að efni slíkra lagareglna samrýmist mannrétt-
indaákvæðum stjórnarskrárinnar.
Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur sinn, sbr. 3. málsl. 14. gr.
stjórnarskrárinnar. Ekki verður fjallað hér nánar um þessar reglur. Þess skal þó
getið að samkvæmt 39. gr. stjórnarskrárinnar getur Alþingi skipað nefndir
alþingismanna til að rannsaka mikilvæg mál er almenning varða. Ljóst er að af
hálfu löggjafans hefur verið litið svo á að þarna undir geti fallið grunur um
refsiverða háttsemi ráðherra enda er gert ráð fyrir því í 2. mgr. 14. gr. rbl. að til
þess geti komið að Alþingi ákveði að kjósa slíka rannsóknarnefnd til athugunar
á störfum ráðherra eins og það er orðað þar. Landsdómur dæmir um mál er
varða lagalega ábyrgð ráðherra, sbr. 4. málsl. 14. gr. stjórnarskrárinnar, og er
nánar mælt fyrir um skipun og málsmeðferð fyrir dóminum í lögum nr. 3/1963
um landsdóm.
Rétt er að geta þess að ráðherraábyrgð er í eðli sínu tvískipt. Það er hin þing-
lega (pólitíska ábyrgð) ráðherra sem má segja að sé bein afleiðing þingræðis-
reglunnar sem meðal annars felur í sér að ráðherrar verða ávallt að njóta trausts
116 Starfsskilyrði stjórnvalda, bls. 141.
117 Ólafur Jóhannesson: Stjórnskipun Íslands. Iðunn. 2. útg. Reykjavík (1978), bls. 163. Sjá hér
einnig Gunnar G. Schram: Stjórnskipunarréttur, bls. 171.
58