Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 48

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Blaðsíða 48
Að mati dómsins verður lagt til grundvallar að þeirri háttsemi sem ákærðu er gefin að sök í fyrri hluta ákæru sé lýst með viðhlítandi hætti í þeim ákvæðum reglna nr. 547/1996 og nr. 331/1989 sem vísað er til í ákæru. … Telja verður að verknað- arlýsingar nefndra reglna stjórnar Vinnueftirlits ríkisins frá 1996 og 1989 eigi sér efnislega stoð í lögum nr. 46/1980. Þessi stjórnvaldsfyrirmæli fullnægja að þessu leyti þeim kröfum um lagastoð stjórnvaldsfyrirmæla sem refsiheimilda sem leiðir af áðurnefndri 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrárinnar.93 Samspil hátternisreglna í settum lögum og framsalsheimilda til nánari út- færslu í stjórnvaldsfyrirmælum kann einnig að eiga við um verknaðarlýsingar sem vísa til siðferðilegs mælikvarða sem er almennur og óljós, sbr. t.d. 1. mgr. 12. gr. laga nr. 34/1944 um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið.94 Sam- kvæmt ákvæðinu má enginn óvirða þjóðfánann, hvorki í orði né verki. Brot gegn 1. mgr. 12. gr. varða samkvæmt 1. mgr. 14. gr. sektum eða fangelsi allt að einu ári, sbr. 12. gr. laga nr. 67/1988.95 Í ljósi H 1997 1253 og dóms Hæsta- réttar 3. apríl 2003 verður að telja að verulegur vafi leiki á því að verknað- arlýsing 1. mgr. 12. gr. laga nr. 34/1944 fullnægi ein og sér kröfum meginregl- unnar um skýrleika refsiheimilda. Í fyrsta bindi ritsins Afbrot og refsiábyrgð er hins vegar tekið fram að athugunarefni sé hvort ákvæði 13. gr. laga nr. 34/1944, sbr. 11. gr. laga 67/1998, skipti máli um gildi 1. mgr. 12. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr. laga nr. 34/1944.96 Þar er ekki tekin frekari afstaða til þessa álita- efnis. Samkvæmt 13. gr. laga nr. 34/1944 setur forsætisráðuneytið með reglugerð sérstök ákvæði til skýringar ákvæðum laganna. Ekki verður séð að slík reglu- 93 Það var hins vegar niðurstaða héraðsdómsins að varhugavert væri að telja að staðfesting félags- málaráðuneytisins við birtingu reglna nr. 331/1989 og reglna nr. 547/1996, sem stjórn Vinnueftir- lits ríkisins gaf út, yrði „lögð að jöfnu við það að ráðuneytið [hefði] að lögum lagt slíkt efnislegt mat á efni þeirra að leggja [mætti] til grundvallar, a.m.k. við mat á gildi þeirra sem refsiheimilda, að reglurnar [teldust] fullnægja skilyrðum upphafsmálsliðar 38. gr. og upphafsmálsliðar 43. gr. laga nr. 46/1980, sbr. 2. og 11. gr. laga nr. 68/2003, um að vera settar af félagsmálaráðherra. Samkvæmt þessu [yrði] það niðurstaða dómsins að ákvæði reglna nr. 547/1996 og nr. 331/1989 [yrðu] ekki eins og atvikum [væri] háttað taldar falla innan marka refsiákvæðis 1. mgr. 99. gr. laga nr. 46/1980 eins og það ber að skýra eftir gildistöku 2. gr. laga nr. 68/2003 hinn 7. apríl 2003. Þar sem atvik þau sem ákært [hefði verið] fyrir áttu sér stað eftir þann tíma [yrði] ákvæðum þessara reglna ekki beitt gagn- vart ákærðu … eins og þær [væru] nú úr garði gerðar, sbr. 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrárinnar“. Í dómi Hæstaréttar 18. nóvember 2004, nr. 236/2004, (vinnuvélar) er lagt til grundvallar að staðfestingu félagsmálaráðherra á reglum þeim sem stjórn Vinnueftirlits ríkisins gaf út á grundvelli laga nr. 46/1980, fyrir gildistöku breytingarlaganna nr. 68/2003, varð ekki lagt að jöfnu við að hann hafi gefið reglurnar út sjálfur. 94 Um matskennd svigrúmsákvæði er nánar fjallað í kafla 3.3.8 í greininni. 95 Sjá nánar Jónatan Þórmundsson: Afbrot og refsiábyrgð I, bls. 170. 96 Jónatan Þórmundsson: Afbrot og refsiábyrgð I, nmgr. 45 á bls. 170. 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.