Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Qupperneq 48
Að mati dómsins verður lagt til grundvallar að þeirri háttsemi sem ákærðu er gefin
að sök í fyrri hluta ákæru sé lýst með viðhlítandi hætti í þeim ákvæðum reglna nr.
547/1996 og nr. 331/1989 sem vísað er til í ákæru. … Telja verður að verknað-
arlýsingar nefndra reglna stjórnar Vinnueftirlits ríkisins frá 1996 og 1989 eigi sér
efnislega stoð í lögum nr. 46/1980. Þessi stjórnvaldsfyrirmæli fullnægja að þessu
leyti þeim kröfum um lagastoð stjórnvaldsfyrirmæla sem refsiheimilda sem leiðir af
áðurnefndri 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrárinnar.93
Samspil hátternisreglna í settum lögum og framsalsheimilda til nánari út-
færslu í stjórnvaldsfyrirmælum kann einnig að eiga við um verknaðarlýsingar
sem vísa til siðferðilegs mælikvarða sem er almennur og óljós, sbr. t.d. 1. mgr.
12. gr. laga nr. 34/1944 um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið.94 Sam-
kvæmt ákvæðinu má enginn óvirða þjóðfánann, hvorki í orði né verki. Brot
gegn 1. mgr. 12. gr. varða samkvæmt 1. mgr. 14. gr. sektum eða fangelsi allt að
einu ári, sbr. 12. gr. laga nr. 67/1988.95 Í ljósi H 1997 1253 og dóms Hæsta-
réttar 3. apríl 2003 verður að telja að verulegur vafi leiki á því að verknað-
arlýsing 1. mgr. 12. gr. laga nr. 34/1944 fullnægi ein og sér kröfum meginregl-
unnar um skýrleika refsiheimilda. Í fyrsta bindi ritsins Afbrot og refsiábyrgð er
hins vegar tekið fram að athugunarefni sé hvort ákvæði 13. gr. laga nr.
34/1944, sbr. 11. gr. laga 67/1998, skipti máli um gildi 1. mgr. 12. gr., sbr. 1.
mgr. 14. gr. laga nr. 34/1944.96 Þar er ekki tekin frekari afstaða til þessa álita-
efnis.
Samkvæmt 13. gr. laga nr. 34/1944 setur forsætisráðuneytið með reglugerð
sérstök ákvæði til skýringar ákvæðum laganna. Ekki verður séð að slík reglu-
93 Það var hins vegar niðurstaða héraðsdómsins að varhugavert væri að telja að staðfesting félags-
málaráðuneytisins við birtingu reglna nr. 331/1989 og reglna nr. 547/1996, sem stjórn Vinnueftir-
lits ríkisins gaf út, yrði „lögð að jöfnu við það að ráðuneytið [hefði] að lögum lagt slíkt efnislegt
mat á efni þeirra að leggja [mætti] til grundvallar, a.m.k. við mat á gildi þeirra sem refsiheimilda,
að reglurnar [teldust] fullnægja skilyrðum upphafsmálsliðar 38. gr. og upphafsmálsliðar 43. gr. laga
nr. 46/1980, sbr. 2. og 11. gr. laga nr. 68/2003, um að vera settar af félagsmálaráðherra. Samkvæmt
þessu [yrði] það niðurstaða dómsins að ákvæði reglna nr. 547/1996 og nr. 331/1989 [yrðu] ekki eins
og atvikum [væri] háttað taldar falla innan marka refsiákvæðis 1. mgr. 99. gr. laga nr. 46/1980 eins
og það ber að skýra eftir gildistöku 2. gr. laga nr. 68/2003 hinn 7. apríl 2003. Þar sem atvik þau sem
ákært [hefði verið] fyrir áttu sér stað eftir þann tíma [yrði] ákvæðum þessara reglna ekki beitt gagn-
vart ákærðu … eins og þær [væru] nú úr garði gerðar, sbr. 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrárinnar“. Í dómi
Hæstaréttar 18. nóvember 2004, nr. 236/2004, (vinnuvélar) er lagt til grundvallar að staðfestingu
félagsmálaráðherra á reglum þeim sem stjórn Vinnueftirlits ríkisins gaf út á grundvelli laga nr.
46/1980, fyrir gildistöku breytingarlaganna nr. 68/2003, varð ekki lagt að jöfnu við að hann hafi
gefið reglurnar út sjálfur.
94 Um matskennd svigrúmsákvæði er nánar fjallað í kafla 3.3.8 í greininni.
95 Sjá nánar Jónatan Þórmundsson: Afbrot og refsiábyrgð I, bls. 170.
96 Jónatan Þórmundsson: Afbrot og refsiábyrgð I, nmgr. 45 á bls. 170.
48