Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Side 111

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Side 111
sú sé ekki einu sinni raunin hér – þau skipti í raun engu. Því má bæta við að það er í raun eins gott því væru þau skilin bókstaflega, þannig að dómstólar endurskoðuðu alls ekki slíkar ákvarðanir, væru þau í andstöðu við 70. gr. stjórnarskrárinnar. Það kom m.a. fram í greinargerð með 70. gr. stjórnarskrár- innar að fyrirmæli greinarinnar „girð[i] almennt fyrir að unnt yrði að taka úrlausnarvald um ákveðna málaflokka undan dómstólum og færa það t.d. í hendur stjórnvalda“.40 Ákvæði um fullnaðarúrskurðarvald, sem beitt væri samkvæmt orðanna hljóðan, myndu þannig stangast á við stjórnarskrána. 6. NIÐURSTÖÐUR Kenningar um takmarkaða endurskoðun dómstóla á stjórnvaldsákvörð- unum eiga rót sína að rekja til valdgreiningarkenningar Ørsteds, sem var 19. aldar útlegging á hugmyndinni um þrískiptingu ríkisvaldsins. Valdgreiningar- kenningunni – í einföldustu mynd þ.e. þeirri hugmynd að greinar ríkisvalds- ins ættu að láta hver aðra í friði – var hafnað strax um aldamótin 1900, þegar dómstólar fóru að dæma um stjórnskipulegt gildi laga og enn frekar þegar þingræði var tekið upp. Hún er því ekki röksemd með því að takmarka endur- skoðun stjórnvaldsákvarðana – hún á ekki frekar að gilda á þessu sviði en öðrum. Það eru veikari rök fyrir því að dómstólar fari varlega við endurskoðun stjórnvaldsákvarðana heldur en er þeir dæma um mjög matskennd atriði sem snerta stjórnskipulegt gildi laga, því að þingið hefur mun beinna lýðræðislegt umboð en framkvæmdarvaldshafar. Réttaröryggissjónarmið, sem m.a. birtast í 70. gr. stjórnarskrárinnar, styðja það ótvírætt að ekki eigi að takmarka endurskoðunarvald dómstóla að þessu leyti, sérstaklega þar sem þingeftirlitið er ekki miðað við einstök mál. Stjórn- arskráin tryggir í 60. og 70. gr. að dómstólar endurskoði a.m.k. hvort máls- meðferðarreglna hafi verið gætt, ákvörðun sé í lögmætu formi og byggð á málefnalegum sjónarmiðum, og orðalag 70. gr. styður vissulega að ekki eigi að takmarka endurskoðunarvald dómstóla gagnvart stjórnvaldsákvörðunum, þótt í greinargerð með frumvarpinu sem varð að lögum nr. 97/1995 sé dregið þar í land, eins og áður var rakið. Það eru þannig ekki góð rök fyrir því að takmarka endurskoðunarvaldið að þessu leyti. Ég vil líka halda því fram að íslenskir dómstólar meti í raun svo að segja alla þætti stjórnvaldsákvarðana. Það eina, sem e.t.v. er spurning um, er hvort það sé endurskoðað hvaða vægi stjórnvöld gefa einstökum lögmætum sjónarmiðum. Ef eitthvað er eftir, sem ekki er endurskoðað af dómstólum, þá er það þetta. Þessi takmörkun, ef takmörkun skyldi kalla, byggist á því að dómstólar fara með dómsvald en ekki framkvæmdarvald samkvæmt 2. gr. stjórnarskrárinnar Þeir taka því ekki fyrstu ákvörðun, heldur endurskoða þeir 39 Sjá Jon Andersen: „Domstolsprøvelse“. Forvaltningsret. 2. útg. 2002, bls. 838-842. 40 Alþingistíðindi, A-deild, 1994-1995, bls. 2096. 111
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.