Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Side 18

Tímarit lögfræðinga - 01.06.2005, Side 18
er. Matsgrundvöllur lögreglu og ákæruvalds við framkvæmd þess verkefnis er fyrst og fremst sú verknaðarlýsing sem fram kemur í viðkomandi refsiheimild. Óskýr refsiheimild kann því að leiða til þess að teknar séu handahófskenndar ákvarðanir í refsivörslukerfinu um hvort og þá hvernig beri að túlka og beita til- tekinni refsiheimild. Ætla verður aftur á móti að skýr refsiheimild leiði til auk- innar samkvæmni og fyrirsjáanleika við framkvæmd refsivörslu. Þetta verður hér kallað refsivörslusjónarmiðið. Í tilvitnuðum athugasemdum úr riti Gunnars G. Schram er sá mælikvarði sem lagður er til grundvallar í þessu efni mjög strangur, sbr. orðalagið „lýsing á refsiverðri háttsemi [verður] að vera svo skýr og ótvíræð að ekki geti verið neinum vafa undirorpið hvað átt er við“. Þannig verði borgararnir að vita „nákvæmlega hvað er átt við með skilgreiningu á refsiverðri háttsemi ...“. (let- urbr. höf.) Eins og nánar verður rakið í kafla 3.3.3 virðast forsendurnar í dómi Hæstaréttar 3. apríl 2003, nr. 449/2002 (arnarvarp í Miðhúsaeyjum) bera þess merki að sambærilegur mælikvarði hafi þar verið lagður til grundvallar þeirri niðurstöðu að hugtakið lífsvæði dýra í þágildandi 2. mgr. 6. gr. laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum væri ekki í samræmi við kröfur um skýrleika refsiheimilda. 3.1.3 Danskur réttur Í dönskum rétti hefur tiltölulega lítið verið ritað heildstætt um meginregluna um skýrleika refsiheimilda. Þá hafa danskir dómstólar að því er virðist ekki til þessa komist að þeirri niðurstöðu að á skorti að refsiheimild fullnægi kröfum um skýrleika þannig að hún sé að vettugi virðandi. Í grein frá árinu 1982 fjallaði Vagn Greve m.a. um þróunina í danskri dóma- framkvæmd hvað varðar skýrleika refsiheimilda. Tók hann fram að upphaf þeirrar þróunar mætti rekja til hæstaréttardóms frá árinu 1948 þar sem því hafi verið slegið föstu að frávik frá hefðbundinni tilhögun refsiábyrgðar samkvæmt almennum reglum hegningarlaga, t.d. í formi hlutlægrar ábyrgðar, yrðu aðeins viðurkennd ef refsiheimildin væri skýr.32 Því næst tekur hann svo til orða:33 Det er ingen grund til at antage, at vi standser her. Hensynet til borgernes muligheder for at forudse en retsafgørelses resultat kan uanstrengt komme til at begrunde nye principper. Når domstolene kræver, at gerningsindholdet skal være beskrevet præcist, er de på vejen til en fortolkningsgrundsætning, om at der i tvivlstilfælde skal vælges det for tiltalte gunstigste resultat. Princippet minder om procesrettens „in dubio pro reo“. I strafferetten er det blevet benævnt in dubio mitius. ... § 1 opfattes ikke læn- 18 32 Vagn Greve: „Om hjemmelen for administrative straffebestemmelser“, bls. 125. Í greininni er ekki að finna tilvísun til þess dóms frá 1948 sem greinarhöfundur vísar til í þessu samhengi. Í íslenskum rétti er vægi og gildi meginreglunnar um skýrleika refsiheimilda, þegar um er að ræða frávik frá hefðbundinni tilhögun refsiábyrgðar, staðfest í H 2000 280 (hlutlæg refsiábyrgð skip- stjóra), en um þennan dóm er fjallað nánar í köflum 3.2 og 3.3.6 í greininni. 33 Vagn Greve: „Om hjemmelen for administrative straffebestemmelser“, bls. 125-127.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.