Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.02.2023, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 25.02.2023, Qupperneq 2
Konan sagði barns- faðir sinn hafa beitt sig ofbeldi allan þeirra sambúðartíma. Vetrargæfir laukar heima við hús taka áreiðanlega við sér, vísast á fölskum vor- nótum. Einar Svein- björnsson, veðurfræðingur N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Alex og William manual hvíldarstólar Alex manual með 20% afsl. 195.000 kr. Alklæddir Anelín leðri Litir: svart, dökkbrúnt og cognac William manual með 20% afsl. 215.000 kr. Nú með 20% afslætti Arnarhóll er að taka á sig grænan lit og landsmenn kætast vegna hlýinda sem ná yfir allt landið. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Gera má ráð fyrir miklum hlýindum áfram, allt að sex gráðum yfir meðallagi. Líkur á vorvillum lauka, landsmenn léttir, en tjón er einnig í upp- siglingu. bth@frettabladid.is VEÐUR Gera má ráð fyrir að hlý- indin sem nú ríkja á landinu vari langt fram í næstu viku, jafnvel lengur. Hitinn verður 3-6 gráðum yfir meðallagi á þessum tíma. Flestir landsmenn hafa kæst yfir vorbragnum sem verið hefur á veðr- inu síðustu daga. Léttklætt fólk sést ganga brosandi um götur Reykja- víkur, án yfirhafna og húfu! Er af sem áður var eftir krefjandi tíðarfar allt frá miðjum desember. Forráðamenn skíðasvæða eru þó ekki í hópi þeirra sem fagna. Fleiri neikvæðir fylgifiskar hlýindanna eru í pípunum að sögn Einars Svein- björnssonar, veðurfræðings hjá Vegagerðinni og Bliku. Með nokkurri vissu segist Einar geta staðhæft að mjög ör bráðnun klaka undir þjóðvegunum þessa dagana í hitanum muni stór- skemma klæðningu. Tjónið gæti hlaupið á milljörðum króna. Þá segir Einar að SV-áttin norður af landinu sé óæskileg til lengri tíma. „Hún veldur stíflu í reki hafíssins suður með Grænlandsströndum. Þótt útbreiðsla hafíss geti ekki talist mikil virðist hún nærri meðallalagi. Svona stífla getur því aukið líkur á að ís komist nær landi síðar í vetur eða í vor.“ Þá geti sunnanáttin ýtt upp langt að kominni öldu sem geti torveldað loðnuveiðar á verðmætasta tímabil- inu næstu tvær vikur að sögn Einars. „Ef ölduhæð verður 5-6 metrar getur skapast vandi. Það getur vel verið að skipstjórar geti beitt skip- um sínum þannig að hægt verði að veiða loðnuna í svo mikilli ölduhæð en óvissan er fyrir hendi.“ Hvað gróðurinn varðar segir Einar að enn sé sól lágt á lofti og áfram verði klaki dýpra í jörðu. „En vetrargæfir laukar heima við hús taka áreiðanlega við sér, vísast á fölskum vornótum.“ Hlýindakaflinn gæti staðið lengi enn að sögn Einars. Virðist óhætt að fullyrða að hlýindin vari langt út næstu viku, kannski lengur. Það þykir saga til næsta bæjar að sögn Einars ef frávik hitans verður allt að sex gráðum frá meðalári. Verslunarmenn í nágrenni Arnar- hóls, sem nú er óðum að taka á sig grænan lit, töldu sig sjá aukna lífs- gleði meðal kúnna sinni í gær, jafn- vel örlítið aukna neyslu. Það er því spurning hvort áhrif veðursins á verðbólguna verða einnig nokkur. n Landsmenn gleðjast yfir hlýindum sem þó kosta sitt Stríð í eitt ár Það var tilfinningaþrungin stund við torgið Kænugarð í Reykjavík í gær þegar fjöldi fólks kom saman til að minnast þess að eitt ár er liðið síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst. Úkraínumenn á Íslandi ávörpuðu viðstadda og minntust þeirra sem hafa fallið í stríðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI gar@frettabladid.is ÚKRAÍNA Rússneski sendiherrann í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna truflaði í gær einnar mínútu þögn sem Dmytro Kuleba, utanríkisráð- herra Úkraínu, bað viðstadda að virða til að minnast fórnarlamba árásarinnar á landið. Sló rússneski sendiherrann, Vasilij Nebenja, í hljóðnema sinn í miðjum klíðum og bað fundarstjóra um orðið. Þegar fundarmenn voru sestir aftur eftir mínútu þögnina fékk Nebenja orðið og sagði þá að minn- ast ætti allra fórnarlamba atburða- rásarinnar sem byrjað hafi árið 2014. Það ár lagði Rússland undir sig Krímskaga með valdi. Sú innlimum hefur aldrei verið viðurkennd af alþjóðasamfélaginu. „Við stöndum upp til að heiðra alla sem látist hafa. Hvert einasta líf er ómetanlegt,“ sagði Nebenja sem stóð síðan upp og og gaf til kynna með bendingu að aðrir fundar- menn ættu einnig að rísa úr sætum. Það gerðu þeir sem sátu við borðið í öryggisráðinu þó ekki. n Rússinn truflaði minningarstund Vasilij Nebenja, sendiherra Rússa í öryggis- ráði SÞ jonthor@frettabladid.is DÓMSMÁL Landsréttur staðfesti í gær átta mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm Héraðsdóms Reykja- ness yfir móður sem nam tvö börn sín og sambýlismanns síns á brott og fór með þau til heimalands síns, án þess að fá leyfi föðurins. Móðirin fór með börnin til útlanda árið 2019, en þá var sonur þeirra á leikskólaaldri og dóttir þeirra enn á brjósti. Móðirin neitaði sök og sagðist óttast föðurinn. Hún vildi meina að allan sambúðartíma þeirra hefði hann beitt hana ofbeldi. Faðirinn sagðist ekki hafa viljað stöðva móðurina vegna þess að sonur þeirra hafi verið orðinn mjög spenntur fyrir ferðinni „enda verið búið að hræra í honum með lýsing- um á öllu því skemmtilega sem gera ætti í ferðinni,“ segir í dómnum. Einnig hafi hann ekki viljað stöðva þau með valdi svo börnin hefðu ekki þá mynd af föður sínum að hann væri ofbeldisfullur. Dómurinn mat það svo að móð- irin hefði ekki haft rétt á því að fara með börnin erlendis án þess að fá leyfi frá föðurnum, þar sem þau væru með jafnríkan rétt til að taka ákvarðanir um þau. n Fangelsisdómur yfir móður staðfestur 2 FRÉTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 25. FEBRÚAR 2023 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.