Fréttablaðið - 25.02.2023, Síða 8
Málið snýst um far-
þegagjöld og hófst árið
2008.
Þetta eru háar
fjárhæðir.
Kjartan Már
Kjartansson,
bæjarstjóri
Reykjanesbæjar
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
sk
h
ön
nu
n
Starfslaunasjóður sjálfstætt starfandi fræðimanna
auglýsir eftir umsóknum um starfslaun úr sjóðnum.
Umsóknarfrestur rennur út 27. mars 2023, kl. 15:00.
Umsækjendur skulu kynna sér vel reglur sjóðsins fyrir
styrkárið 2023 áður en umsókn er gerð.
Umsóknum skal skilað rafrænt í gegnum
umsóknarkerfi Rannís.
Nánari upplýsingar og aðgangur að rafrænu
umsóknarkerfi á www.rannis.is.
Starfslaunasjóður
sjálfstætt starfandi
fræðimanna
Umsóknarfrestur 27. mars
kristinnhaukur@frettabladid.is
FJÁRMÁL Sýslumenn gerðu árang-
urslaust fjárnám hjá 8.264 manns
á síðasta ári. Bú 157 einstaklinga
var tekið til gjaldþrotaskipta. Þetta
kemur fram í svari Jóns Gunnars-
sonar dómsmálaráðherra við fyrir-
spurn Ásthildar Lóu Þórsdóttur,
þingmanns Flokks fólksins.
Ásthildur segir þennan fjölda
hvorki meiri né minni en hún bjóst
við. Gerir hún ráð fyrir að þetta
sé nálægt því sem gerist í eðlilegu
árferði, enda séu áhrif verðbólgu
og vaxtahækkana ekki enn farin að
valda því að fólk fari í þrot.
„Það sem hins vegar má klár-
lega lesa úr þessum tölum, þar sem
fjöldi nauðungarsala er ekki „nema“
22 á síðasta ári, er hversu óeðlilegt
ástandið var á árunum 2009 til 2016,
þegar nær 10.000 heimili fóru á upp-
boð eða vel yfir 1.000 að meðaltali á
ári,“ segir hún.
Segir hún Hagsmunasamtök
heimilanna, þar sem hún situr í
stjórn, safna þessum upplýsingum
saman á hverju ári frá bankahruni.
Alls var gert fjárnám í 623 fast-
eignum á síðasta ári, 200 ökutækjum
og 3 skipum. Einnig var gert fjárnám
í lausafé hjá 7 einstaklingum, hlutafé
hjá 5, bankainnistæðum hjá 6 og
skuldabréfum hjá 1 einstaklingi. n
Átta þúsund í árangurslaust fjárnám
Ásthildur Lóa
Þórsdóttir, þing-
maður Flokks
fólksins
Rakaskemmdir og mygla
heldur áfram að finnast í skól-
um landsins. Í Reykjanesbæ
eru fimm skólar skemmdir en
bærinn mun nota tækifærið
og gera frekari stækkanir og
lagfæringar.
kristinnhaukur@frettabladid.is
SUÐURNES Rakaskemmdir hafa
fundist í fimm skólum í Reykja-
nesbæ, tveimur grunnskólum og
þremur leikskólum. Kjartan Már
Kjartansson, bæjarstjóri, gerir ráð
fyrir að framkvæmdir muni taka
langan tíma en samhliða verður
farið í stækkanir og frekari lagfær-
ingar á skólunum.
Skólarnir sem um ræðir eru
grunnskólarnir Myllubakkaskóli og
Holtaskóli og leikskólarnir Garða-
sel, Heiðarsel og Gimli. Samkvæmt
Kjartani eru rakaskemmdirnar og
myglan langmest í grunnskólunum
tveimur. Hefur hluta skólanna verið
lokað og kennsla færð annað, til að
mynda flutti unglingadeild Holta-
skóla í menningarhúsið Hljómahöll
í vikunni.
„Við erum að bregðast við öllum
þessum grun með sýnatöku og
aðgerðum ef að í ljós kemur að um
alvarlegar skemmdir er að ræða,“
segir Kjartan Már, en rannsóknir á
leikskólunum eru mun skemur á veg
komnar en í grunnskólunum. Við-
gerðir eru þegar hafnar í grunnskól-
unum. Nokkuð er síðan skemmd-
irnar fundust í Myllubakkaskóla og
greindi Fréttablaðið frá því í haust
að farga hafi þurft öllum bókakosti
bókasafns skólans vegna myglu.
„Þetta er 70 ára gömul bygging
sem stendur mjög lágt í landinu,“
segir Kjartan Már um Myllubakka-
skóla. Hafi byggingarreglugerðir
þess tíma ekki gert jafn ríkar kröfur
um jarðvegsskipti og nú er. Við hlið-
ina á skólanum stendur skrúðgarður
bæjarins og þar er tjörn. „Líklega er
votlendi undir Myllubakkaskóla,“
segir Kjartan og rakinn leiti upp í
bygginguna.
Margvíslegar aðrar ástæður gætu
legið að baki skemmdunum, við-
hald í gegnum árin kann að hafa
verið ófullnægjandi og svo hafa
lekir gluggar og þök verið að koma
í ljós.
Skemmdirnar í leikskólunum eru
minni og enn þá er unnið að því
að greina þær betur. Kjartan Már
nefnir að Garðasel sé 50 ára norskt
timburhús, sem reist var eftir Vest-
mannaeyjagosið þegar fólk f lúði
upp á land. „Við erum að rannsaka
hvort að jarðvegurinn undir skól-
anum hafi verið nægilega vel undir-
búinn. Á þessum tíma var unnið á
stuttum tíma og menn voru að flýta
sér til að bregðast við,“ segir hann.
Aðspurður um kostnað segir
Kjartan að þetta verði dýrt. „Þetta
eru háar fjárhæðir,“ segir hann.
„Örugglega mun þetta hlaupa á
hundruð milljónum króna, að
minnsta kosti, vegna þess að við
munum nota tækifærið og fara í
frekari lagfæringar í leiðinni, að
minnsta kosti í Holtaskóla og Myllu-
bakkaskóla.“ Einnig verði farið í
stækkanir á skólum. Reiknar hann
með því að framkvæmdirnar taki
3 til 4 ár. „Að komast fyrir mygluna
sjálfa á aðeins að taka nokkrar vikur
til viðbótar,“ segir hann. n
Rakaskemmdir í fimm af
skólum Reykjanesbæjar
Unglingadeild Holtaskóla var flutt í Hljómahöll í vikunni vegna skemmda. MYND/SKJÁSKOT
kristinnhaukur@frettabladid.is
NORÐURLAND Hvalaskoðunar-
fyrirtækið Gentle Giants hafði
sigur í dómsmáli gegn sveitar-
félaginu Norðurþingi. Málið snýst
um meint vangoldin farþegagjöld
til hafnarsjóðs og á rætur sínar að
rekja 15 ár aftur í tímann. Norður-
þing hafði áður haft sigur í héraði,
haustið 2021, en Landsréttur sneri
niðurstöðunni við 17. febrúar síð-
astliðinn.
Byggðarráð Norðurþings tók
málið fyrir á fundi sínum á fimmtu-
dag og var ákveðið að áfrýja ekki
til Hæstaréttar. „Málið hefur tekið
mikinn tíma og kostað báða aðila
málsins umtalsverðar fjárhæðir,“
segir í bókun ráðsins.
Norðurþing höfðaði málið gegn
Gentle Giants á sínum tíma eftir að
ekki tókust samningar um farþega-
gjöld. En samkomulag náðist við
annað hvalaskoðunarfyrirtæki,
Norðursiglingu, um þau.
Héraðsdómu r Norðu rla nd s
eystra komst að þeirri niðurstöðu
að kröfur Norðurþings á árinu
2015 væru lögmætar og gildar en
kröfurnar fyrir þann tíma væru
fyrndar. Landsréttur komst að því
að allar kröfurnar væru fyrndar og
sýknaði Gentle Giants því af kröfum
Norðurþings. Er sveitarfélaginu
auk þess gert að greiða 3,5 milljónir
króna í málskostnað. n
Töpuðu fyrir hvalaskoðunarfyrirtæki
Kröfurnar um farþegagjöld voru úrskurðaðar fyrndar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
kristinnhaukur@frettabladid.is
HEILBRIGÐISMÁL Biðtími hjá Heilsu-
gæslunni á höfuðborgarsvæðinu
eftir geðheilbrigðisþjónustu fyrir
börn hefur lengst úr 66 dögum í
234 frá árinu 2019. Þetta er meira
en þreföldun á fjórum árum. Bið-
tíminn hjá fullorðnum hefur lengst
úr 65 dögum í 152.
„Ég held að við hljótum að hafa
séð hámarkið,“ segir Óskar Reyk-
dalsson, forstjóri Heilsugæslunnar
á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir
að hinn aukni biðtími stafi fyrst og
fremst af stóraukinni ásókn í þjón-
ustuna á liðnum árum.
Á heilsugæslustöðvunum eru
sálfræðingar sem taka við bæði
börnum og fullorðnum og ef það
dugir ekki til veita sérhæfð geð-
heilsuteymi annars stigs þjónustu,
svo sem teymi taugaþroskaraskana,
ADHD-teymið og geðheilsumiðstöð
barna.
Óskar nefnir geðheilsumiðstöð
barna sem dæmi, þar sem umsóknir
hafa vanalega verið um 600 en hafi
verið 1.200 í fyrra.
„Þetta hlýtur að vera uppsafnaður
vandi,“ segir Óskar og bendir á að
það fæðist um 4 til 5 þúsund börn
á ári. „Það getur ekki verið að þriðja
hvert barn þurfi á geðheilbrigðis-
þjónustu að halda.“
Hefur þetta verið rætt bæði innan
heilsugæslunnar og í ráðuneytunum.
Óskar segir að vandinn sé ábyggilega
fjölþættur. Vanlíðan sé meiri eftir
faraldurinn en samfélagsmiðlar og
aukin skjánotkun sé að trufla líka.
Í kringum 100 manns starfa í geð-
teymunum, þar af á fimmta tug hjá
geðheilsumiðstöð barna, og bætt
hefur verið við starfsfólki á undan-
förnum árum. Óskar segir að ríkið
hafi skilning á stöðunni og ekki hafi
skort upp á fjárveitingar. Mönnunin
er hins vegar vandamál.
„Við hefðum þurft að hafa fleiri
sálfræðinga. Okkur tekst ekki að
manna allar stöður,“ segir Óskar. „Þó
við séum að ráða tugi starfsmanna
þá heldur það ekki í við aukning-
una.“ Vinna stendur þó einnig yfir
innan heilsugæslunnar við að auka
skilvirkni, til að hægt sé að afgreiða
fleiri hraðar.
Aðspurður um hvað sé ásættan-
legur biðtími segir Óskar það algjör-
lega fara eftir alvarleika hvers til-
fellis.
„Ef barn hefur misst foreldri sitt er
biðtími ekki ásættanlegur. Ef konu
er nauðgað er biðtími ekki ásættan-
legur,“ segir Óskar og að öllum tilfell-
um sé forgangsraðað. Hlutir eins og
kvíði, þráhyggja, lyfjafíkn og fleira
leggist misþungt á fólk.
„Fólk á ekki að þurfa að bíða ef
veikindin eru alvarleg,“ segir Óskar
Reykdalsson. n
Biðtími eftir sálfræðingi þrefaldast
Óskar Reykdals-
son, forstjóri
Heilsugæsl-
unnar á höfuð-
borgarsvæðinu
8 FRÉTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 25. FEBRÚAR 2023
LAUGARDAGUR