Fréttablaðið - 25.02.2023, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 25.02.2023, Blaðsíða 13
Mikilvægar upplýsingar vegna verkbanns Samtaka atvinnulífsins Samtök atvinnulífsins hafa boðað til ótímabundins verkbanns á félagsfólk Eflingar á almennum vinnumarkaði sem á að taka gildi á hádegi fimmtudaginn 2. mars. Upplýsingagjöf SA varðandi verkbann hefur verið óljós og villandi. Ekki hefur komið fram til hvaða fyrirtækja og stofnana verkbannið nær. Þá hefur komið fram í fjölmiðlum að SA hyggjast veita víðtækar en um leið mjög óljósar undanþágur vegna starfa sem tengjast tiltekinni starfsemi. SA virðast leggja það í hendur hvers og eins fyrirtækis að meta hvort verkbannið nær til þeirra. Vegna þessa vill Efling – stéttarfélag koma eftirfarandi á framfæri við félagsfólk sitt, atvinnurekendur og allan almenning á Íslandi:  Á fyrirtækjum hvílir ekki skylda til þess að halda eftir launum starfsmanna, jafnvel þótt fyrirtæki sendi fólk heim úr vinnu sökum verkbanns. Það er því val hvers og eins atvinnurekanda hvort hann greiðir laun taki hann þátt í verkbanni.  Atvinnurekanda sem tekur þátt í verkbanni ber að veita starfsfólki sínu skýrar, skriflegar upplýsingar um hvort og þá hvernig hann hyggist halda eftir launum starfsfólks. Veita skal þær upplýsingar með eðlilegum fyrirvara.  Það er skylda atvinnurekanda að upplýsa hlutaðeigandi starfsmenn, trúnaðarmann á hverjum vinnustað og eftir atvikum fulltrúa starfsmanna samkvæmt lögum nr. 151/2006 um eftirfarandi: ▪ Hvort og þá með hvaða hætti verkbann muni koma til framkvæmda á vinnustað. ▪ Hvort vinnuveitandi hyggist fella niður laun og/eða aðrar greiðslur til starfsmanns meðan á verkbanni stendur. ▪ Hvort og þá hvaða áhrif verkbann komi til með að hafa á önnur réttindi starfsmanns sem grundvallast á ráðningarsamningi, þ.m.t. orlof, veikindarétt og lífeyri.  Atvinnurekendur eru minntir á að þeim er ekki heimilt að láta aðra starfsmenn sinna starfi þeirra sem reknir hafa verið heim úr vinnu vegna verkbanns.  Atvinnurekandi ber ábyrgð á öllu tjóni sem af verkbanni hlýst ef það reynist ólögmætt, þ.m.t. því tjóni sem starfsmenn kunna að verða fyrir.  Atvinnurekandi ber ábyrgð á öllu tjóni sem hann veldur viðsemjendum sínum, ef vanefndir á skuldbindingum styðjast við verkbann sem síðan reynist ólögmætt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.