Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.02.2023, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 25.02.2023, Qupperneq 14
Kvik- myndasafn Íslands gefur kvik- mynda- áhugafólki færi á að upplifa, í Bíó Para- dís, ýmsa gullmola. UM HELGINA | VIÐ MÆLUM MEÐ | BJORK@FRETTABLADID.IS Það er ekki oft sem við fáum slíka innsýn í það allra erfiðasta sem nokk- urt foreldri getur upplifað. bjork@frettabladid.is Kvikmyndasafn Íslands gefur kvik- myndaáhugafólki færi á að upplifa, í Bíó Paradís, ýmsa gullmola, einn sunnudag í mánuði. Á morgun eru það myndirnar, Hukkunud Alpin- isti hotell frá 1979, Magnús frá 1989 og Freaks frá árinu 1932. Miðaverði er stillt í hóf, eitt þúsund krónur miðinn, en þeir sem sjá allar sýning- arnar þrjár, greiða aðeins fyrir tvær. Boðið verður upp á léttar veit- ingar eftir sýninguna á Magnúsi og umræður eftir Freaks, stjórnað af Gunnari Tómasi Kristóferssyni kvikmyndafræðingi og Evu Þór- dísi Ebenezerdóttur, doktorsnema í þjóðfræði. n Bíótek í Paradís Hukkunud Alpinisti hot- ell/Hótel gengna fjall- göngumanns- ins Klukkan 15.00 Sovésk kvik­ mynd byggð á eistneskri vísindaskáldsögu. Lögreglan fær út­ kall frá afskekktu fjallahóteli sem reynist vera gabb. Skyndilega fellur snjóflóð sem ein­ angrar hótelið frá umheiminum og undarlegir hlutir fara að gerast þar sem alls kyns furðuverur koma við sögu. Magnús Klukkan 17.00 Myndin segir frá Magnúsi, lögfræðingi sem Egill Ólafsson leikur, sem kippir sér ekkert upp við að láta bera bæði ekkjur og munaðarleysingja út á guð og gaddinn. Honum bregður þó heldur betur í brún þegar hann fær skyndilega þær fréttir að hann sé sjálfur alvar­ lega veikur. Freaks Klukkan 19.30 Ein umdeildasta hryllings­ mynd heims var gagnrýnd fyrir þær sakir að leikstjórinn fékk fatlaða leikara úr farand­ sirkus til að fara með hlutverk í myndinni. Talað var um að kvikmyndagestir hefðu ýmist kastað upp eða fallið í yfir­ lið. Myndin var víða bönnuð, sums staðar áratugum saman, en hefur síðan verið endur­ uppgötvuð. Vinkonurnar Lay Low og Lára Rúnars telja í tónleika á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK OG KRISTÍN PÉTURSDÓTTIR Söngkonurnar og vinkonurn- ar Lovísa Elísabet, Lay Low, og Lára Rúnarsdóttir bjóða upp á sambland af söng og slökun á morgun, sunnudag. Tónleikarnir hefjast klukkan 11 og eru þær handvissar um að þetta sé skotheld leið til að hefja góðan sunnudag. bjork@frettabladid.is Lára Rúnarsdóttir segir þetta vera hennar tilraun til að sameina þá ólíku heima eða ástríður sem hún starfar innan. „Það er að færa tónleikana heim í Móa, í það umvefjandi og hlýja umhverfi, og gefa tónlistarfólki tækifæri á að f lytja tónlist sína í þeirri umgjörð,“ segir hún. „Móar eru griðastaður þar sem iðkun eins og jóga, hugleiðsla, tón- heilun og slökun á sér stað alla daga. Fólkið sem heim í Móa leitar er flest að sækjast eftir að líða betur í eigin skinni, minnka streitu og tengjast sjálfu sér og umhverfinu á dýpri hátt.“ Enginn uppstrílaður Lára segir það vera mikla gjöf að fá að f lytja lögin sín þar og finna hversu móttækilegt og opið fólk sé. „Mér finnst áheyrnin vera algjör og það verður meira rými fyrir sam- veru og sameiginlega upplifun en dóma, samanburð og gagnrýni, sem oft einkennir tónlistarbransann. Í sunnudagssöng gefst fólki færi á að leggjast niður, vefja um sig teppi og njóta þaðan. Það er ekki uppstrílað í þröngum nælonsokkabuxum,“ segir hún í léttum tón. Söngkonurnar kynntust þegar þær báðar störfuðu í Skífunni, Laugavegi, árið 2006. „Við vorum á tímabili saman í hljómsveit sem hét Skífubandið, með Halldóri Gunnari Fjallabróður, Halla úr Bloodgroup, Björt Sigfinns úr Furi og Ísabellu og Benna B-Ruff. Við spiluðum til að mynda eftir- minnilega tónleika á Ísafirði þar sem var djammað aðeins of mikið í rútunni á leiðinni. En gaman var það!“ segir hún og hlær. Sárnar kakóumræðan Lára segir það ófrávíkjanlega reglu að byrja á kakó frá Guatemala. „Kakó sem er svo umtalað og mis- skilið víða en er í grunninn ótrúlega mögnuð fæða fyrir líkama, huga og sál. Það opnar hjartað og aðstoðar okkur inn í hugleiðslu og slökunar- ástand, einfaldlega vegna efna eins og magnesíum, andoxunarefna og anandamide. Þetta er allt náttúru- legt, upplífgandi og fallegt. Ég verð alltaf miður mín þegar umræðu, sem ætti að beinast að staðar- eða viðburðarhöldurum sem misnota þessa fæðu eða kjósa að blanda við hana hugvíkkandi efnum, stundum án þess að láta fólk vita, er beint að kakóinu sjálfu því í grunninn er það algjör gjöf. Gjöf sem þjónar mörgum en alls ekki öllum. Hver og einn verður að finna fyrir sig og alltaf er boðið upp á te líka.“ Móar munu bjóða upp á sunnu- dagssöng einu sinni í mánuði þar sem Lára fær í heimsókn til sín tón- listarfólk sem hún elskar. „Í sunnu- dagssöng gefst tónlistarfólki líka tækifæri á að deila meiru um lögin sín og hvaðan þau spruttu. Það er líka svo mikið rými fyrir mistök og spuna. Jónas Sig, Elín Ey og Ragga Gröndal eru meðal þeirra sem hafa þegar kíkt í heimsókn.“ Miða á Sunnudagssönginn má finna á moarstudio.is. n Rými fyrir mistök og spuna Í sunnudagssöng gefst fólki færi á að leggjast niður, vefja um sig teppi og njóta þaðan. Það er ekki uppstrílað í þröngum nælonsokka- buxum. Lára Rúnarsdóttir Á ferð með mömmu Kvikmynd Hilmars Oddssonar, Á ferð með mömmu, sem frumsýnd var fyrir helgi, er listaverk sem vert er að mæla með.  Ferðalagið með þeim Þresti Leó Gunnarssyni og Kristbjörgu Kjeld er hrein unun fyrir áhorfandann sem ekki bara hrífst með í samtölum og þögnum þeirra tveggja, heldur stígur um borð í tímavél aftur til níunda áratugarins þegar enn voru böll í Bjarkarlundi og snúa þurfti við kassettum. Dreka Ramen Á Black Dragon í Mathöllinni á Hafn- artorgi má finna geggjaðar ramen- súpur. Í boði eru tvær tegundir en mælum við sérstaklega með Dra- gon Ramen. Hún inniheldur ferskar ramen-núðlur bornar fram með sho- yu-grísasoði. Súpan er svo toppuð með vorlauk, pikkluðum skalotlauk, eggi, hægeldaðri svínasíðu og svartri hvítlauksolíu. Algjört lostæti. n Í helgarviðtalinu að þessu sinni segir Ásta Marý Stefánsdóttir, sögu frumburðar síns, Stefáns Svans, sem fæddist með sjaldgæft heilkenni og lést aðeins fjögurra mánaða gamall. Sem nýbökuð móðir sýndi Ásta mikinn kjark með því að leyfa litla drengnum sínum að verja síðustu vik- unum og loks kveðja þessa jarðvist, heima í sveitinni umvafinn ást sinna nánustu. Frásögn hennar af þeim degi lætur varla nokkurn lesanda ósnortinn þar sem óumflýjanleg sorgin er sveipuð ást og fegurð. Það er ekki oft sem við fáum slíka innsýn í það allra erfiðasta sem nokkurt foreldri getur upplifað. Einhverjir gætu átt erfitt með að komast í gegnum frásögnina, undir- rituð gerði það ekki með þurra hvarma, en ég er ekki frá því að það hafi líka verið gott. Því svona er lífið stundum, eins óvægið og það kann að hljóma. Og það heldur áfram, lífið. Fjármunum þeim sem nærsveitungar höfðu safnað fyrir ungu móðurina með veika barnið, var sannarlega varið til góðs. Ásta Marý nýtti þá til að greiða fyrir gjafasæði og meðferð sem skapaði nýtt líf: soninn Jón Ármann, sem í hjarta Ástu er dásamleg minning um stóra bróður sinn. Ásta vill segja sögu Stefáns Svans sem oftast og það var bæði sárt og gott að hlýða á hana. n Kjarkur móður 14 HELGIN FRÉTTABLAÐIÐ 25. FEBRÚAR 2023 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.