Fréttablaðið - 25.02.2023, Side 16

Fréttablaðið - 25.02.2023, Side 16
Helst hefði ég verið til í að vera inni í hlöðu og fæða bara með henni ömmu. Frumburður Ástu Marý Stefánsdóttur, Stefán Svan, lést í fangi hennar á sveitabæ foreldra hennar í Hvalfjarðar- sveit, aðeins fjögurra mánaða gamall. Daginn fyrir jarðar- förina sat hún yfir honum í kapellunni og tók ákvörðun um að eignast annað barn, ein. Allt fas Ástu Marýjar Stefánsdóttur bendir til þess að hér fari ung kona sem láti fátt stoppa sig. Sveitastelpan sem valdi sér vélvirkjun og starfaði innan um karla árum saman, segist þakklát fyrir sára reynslu sem hefur breytt öllu, meira að segja starfs- ferlinum, en Ásta er nú á öðru ári í hjúkrunarfræði og ætlar einnig að ljúka djáknanámi. Hana langar að gefa til baka það sem henni var gefið. Ásta Marý varð barnshafandi árið 2019 og segir sig og barnsföðurinn hafa verið ákveðin í að eiga barnið saman. Sambandið hafi þó verið f lókið og upp úr því hafi slitnað þegar leið á meðgönguna, og hann tekið aftur saman við fyrrverandi konu sína, sem gerði áskoranirnar sem á eftir komu flóknari og erfiðari. Fæddist eins og Superman Meðgangan gekk vel framan af en á viku 33 mælist Ásta með háþrýsting og er því send í vaxtarsónar þar sem kemur í ljós að barnið er óeðlilega smátt. „Hann mældist aðeins 1,8 kíló og stækkaði ekkert, ég var mæld viku- lega og það var kannað hvort skert f læði væri frá naflastreng en það reyndist ekki vera,“ segir Ásta, svo ástæða smæðarinnar var hulin. „Ég var sett 30. maí en fæðingar- læknirinn ákvað að setja mig af stað við 37. viku, því hann var ekki að stækka. Ég var komin 37 vikur á laugardegi, og átti að fara í gang- setningu eftir helgina, en svo bara malla ég í gang þarna á laugardeg- inum.“ Eins og fyrr segir býr Ásta í Hval- fjarðarsveit en ákveðið hafði verið að barnið skyldi koma í heiminn á Landspítala svo stutt væri í Vöku- deildina ef eitthvað amaði að. „Í einum læknatímanum þá sagði fæðingarlæknirinn að mögulega gæti verið um heilkenni eða eitt- hvað slíkt að ræða, svo ég er viss um að þá hafi undirmeðvitundin farið í gang og undirbúið mig fyrir það sem koma skyldi,“ segir hún. „Til að gera langa sögu stutta, þá rétt náði ég inn á fæðingardeild. Ég þurfti að byrja að rembast fyrir utan og rétt komst inn á stofu þar sem ljósmóðirin fékk legvatnið framan í sig og hann var fæddur hálftíma síðar. Hann var bara eins og Super- man með hendina útrétta fyrir ofan höfuð.“ Langaði að fæða inni í hlöðu Ásta hafði ekki ráðgert að hafa ein- hvern með sér í fæðingunni, annan en heilbrigðisstarfsfólk. „Ég treysti engum öðrum en sjálfri mér í þetta verkefni,“ segir hún og hlær. „Það var náttúrulega sauðburður á þess- um tíma og ég tengi sterkt við kind- urnar. Helst hefði ég verið til í að vera inni í hlöðu og fæða bara með henni ömmu,“ segir hún og skellir upp úr. „Ég fór ekki á neitt fæðingar- námskeið vegna Covid svo ég notaði bara reynslu mína úr sveitinni til að hjálpa mér og hugsaði með mér: „Ég er bara eins og kind, ég get gert þetta.“ Móðir Ástu og systir höfðu brun- Hann er dásamleg minning um stóra bróður Ásta Marý nýtti fjármunina sem safnað var fyrir hana í veikindum frumburðarins, Stefáns Svans, til að fara í tæknisæðingu og á nú sex mánaða gamlan son, Jón Ármann. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is að með henni í bæinn og var henni boðið að hafa aðra hvora með sér og valdi móður sína. „Það gafst ekki einu sinni tími til að taka myndir eða neitt. Ég rétt náði að koma því til skila að ég vildi klippa á nafla- strenginn,“ segir Ásta, sem auð- vitað gerði það bara sjálf. „Svo var kominn fjöldi lækna og það þurfti að pumpa í hann lífi og ég fékk hann stuttlega í fangið áður en farið var með hann á Vökudeild.“ Krumpaður lítill álfur Drengurinn var agnarsmár, aðeins átta merkur og átti erfitt með andar- drátt og var því farið með hann á Vökudeild á meðan Ásta var saumuð og faðir hans kom til að líta hann augum. Á Vökudeild var hann settur í öndunarvél en var svo tekinn úr henni áður en foreldrarnir sáu hann. „Þegar ég fékk hann í fangið sá ég að hann var með mjög sérstakt útlit sem svo kom í ljós að tengist þessu heilkenni, “ segir Ásta. „Það er mjög lítill munnur sem vísar mikið niður á við og eyrun eru svolítið neðarlega. En ég tengdi auðvitað ekkert, fannst hann bara eins og krumpaður lítill álfur.“ Læknarnir voru óvissir um hvað amaði að og vildu lítið segja fyrr en svör við DNA-rannsókn kæmu frá Íslenskri erfðagreiningu. „Okkur var sagt að það tæki einn til sex mánuði að fá svör, en fengum þau svo innan fjögurra vikna.“ Fyrstu þremur vikum lífs síns varði litli drengurinn á gjörgæslu Vökudeildar og það gekk á ýmsu þann tíma. „Ég man enn eftir tilfinningunni þegar ég áttaði mig á því að barnið mitt væri veikasta barnið á Vöku- deildinni,“ segir Ásta. „Fjögurra daga gamall er hann settur í stóra aðgerð, hann var hættur að melta og öll mjólk kom upp úr honum. Hann fór ekkert á brjóst enda með ofboðslega lítinn munn og smár og nærðist alla ævi í gegnum sondu.“ Læknarnir voru ekki með svör við því hvað olli veikindunum en for- eldrar hans voru kallaðir á fund þar sem þeim var sagt: „Barnið ykkar er mjög veikt en við vitum ekkert hvað amar að.“ Ótrúlegur bati Þeim var sagt að skoða þyrfti margt en best væri þó að byrja á aðgerð- inni, enda væri orðin súrefnisþurrð í görnunum. Læknar mæltu þó með því að litli drengurinn yrði skírður. Tími til þess gafst þó ekki fyrr en að aðgerð yfirstaðinni, þar sem litli drengurinn fékk nafnið sitt, Stefán Svan, tengdur við öndunarvél, í lít- illi athöfn á Vökudeild. „Það kom aldrei annað til greina en að hann fengi nafn pabba míns, Stefán. Ég man þó eftir að hafa hugsað að ef hann myndi deyja væri leiðinlegt að geta ekki notað nafnið. En þetta var samt fyrsta barnið mitt og ég vildi að hann myndi heita eftir pabba.“ Næstu dagar einkenndust af óvissu og eitt sinn þegar foreldr- arnir skruppu frá til að borða var hringt frá Vökudeild. „Þá var okkur sagt að koma sem fyrst því hann væri orðinn rosalega veikur. Þau vildu undirbúa okkur fyrir að það væri ekkert meira hægt að gera. Hann var með lungna- sýkingu, lungun hans voru að bila, en það er talið að langvarandi önd- unarvélarnotkun skemmi lungun,“ segir Ásta. Þau sátu hjá honum fram á nótt þar til ástand hans varð stabílla. 16 HELGIN FRÉTTABLAÐIÐ 25. FEBRÚAR 2023 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.