Fréttablaðið - 25.02.2023, Side 27

Fréttablaðið - 25.02.2023, Side 27
Stjórn Regins auglýsir starf forstjóra félagsins laust til umsóknar. Reginn er eitt stærsta fasteignafélag landsins og leitar að kraftmiklum, lausnamiðuðum aðila með eldmóð til að leiða félagið inn í nýja tíma. Reginn hf. er íslenskt fasteignafélag sem fjárfestir í, leigir út og annast rekstur á atvinnuhúsnæði. Fasteignasafn Regins telur 100 fasteignir og er heildarstærð safnsins um 373 þúsund fermetrar. Félagið er hlutafélag í dreifðu eignarhaldi og skráð í Kauphöll Íslands. Reginn hefur í gildi jafnlauna- og jafnréttisstefnur ásamt jafnlaunakerfi sem fyrirbyggir beina og óbeina mismunun vegna kyns. Við ráðningar er leitast við að jafna hlutföll kynjanna að uppfylltum hæfniskröfum. Við leitum að aðila með: Farsæla og víðtæka reynslu af stjórnun og rekstri Háskólamenntun sem nýtist í starfi Leiðtogahæfni og getu til að byggja upp liðsheild Reynslu af árangursríkri stefnumótun og umbreytingum Frumkvæði, þor og metnað til að ná árangri Framúrskarandi samskiptahæfni og færni til að hvetja aðra til árangurs Þekkingu og skilning á umhverfi skráðra félaga og fjármálamörkuðum Reynslu af störfum í alþjóðlegu umhverfi Reginn hefur á síðustu árum unnið markvisst að því að þróa og byggja upp viðamikið og vandað fasteignasafn með hagsmuni leigutaka að leiðarljósi. Félagið er í dag brautryðjandi meðal íslenskra fasteignafélaga í að auka sjálfbærni í rekstri og hefur meðal annars hlotið hvatningarverðlaun Festu 2022 fyrir framúrskarandi sjálfbærni. Í samstarfi við hagaðila félagsins, viðskiptavini, starfsmenn og fjárfesta eru fjölmörg tækifæri framundan í þróun og vexti á fasteignasafni Regins. Forstjóri stýrir daglegum rekstri í samvinnu við öflugt starfsfólk félagsins. Hann mótar stefnu í samstarfi við stjórn, þróar framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini og stuðlar að stöðugum umbótum innan félagsins. FORSTJÓRI Meðal vörumerkja Regins eru: Sótt er um starfið á hagvangur.is, umsóknarfrestur er til 13. mars 2023 Nánari upplýsingar veita: Sverrir Briem, sverrir@hagvangur.is Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is Mest lesna atvinnublað Íslands* Atvinnublaðið Sölufulltrúar: Hrannar Helgason, hrannar@frettabladid.is 550 5625, Arna Rut Kristinsdóttir, arnarut@frettabladid.is 550 5621 *Neyslukönnun Gallups 2018, allt land, 18-80 ára

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.