Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.02.2023, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 25.02.2023, Qupperneq 34
Sveitarfélagið Stykkishólmur Bærinn við eyjarnar Leitað er að leiðtoga með mikinn metnað fyrir men- ntun barna og unglinga og sem hefur framsækna sýn á skólastarf og hlutverki stjórnendateymisins við skólana og samvinnu þess. Lögð er áhersla á öfluga skólaþróun, hvetjandi starfsumhverfi fyrir nemendur og starfsfólk og samstarf við aðila skólasamfélagsins. Skólastjóri er yfirmaður skólanna, mótar og viðheldur staðblæ og menningu með tilstyrk starfsfólks og ne- menda. Hann veitir faglega forystu og leiðir framsækið og skapandi skólastarf í samræmi við grunnskólalög, aðalnámskrá grunnskóla og tónlistarskóla, ásamt skólastefnu sveitarfélagsins 2022-2027. Helstu verkefni og ábyrgð • Dagleg stjórnun samrekins grunn- og tónlistarskóla. • Leiða stjórnendateymi grunn- og tónlistarskóla. • Ábyrgð gagnvart bæjarstjórn á að skólastarf sé í samræmi við lög, reglugerðir og gildandi aðalnáms- skrá og skólastefnu hverju sinni. • Ábyrgð á viðvarandi undirbúningi þróunar og stefnumörkunar. • Forysta um þróun og umbætur í skólastarfinu og stefnumótun. • Ábyrgð á mannauðsmálum. • Ábyrgð á skólanámskrá skólanna, árlegri starfsáætlun, rekstraráætlun og öðrum áætlunum um skólastarfið. • Skipulagning og stjórn skólaráðsfunda. Menntunar- og hæfniskröfur • Réttur til að nota starfsheitið kennari og reynsla af skólastarfi á grunnskólastigi eða í tónlistarskóla. • Stjórnunarreynsla og leiðtogahæfni. • Menntun í stjórnun eða sérhæfð hæfni skv. 5. gr. laga nr. 95/2019. • Reynsla og þekking þar sem sérstök áhersla er lögð á sérhæfða hæfni sem snýr að skólaþróun, stjórnun, rekstri og stjórnsýslu er æskileg. • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og samstarfi. • Frumkvæði, fagmennska, skipulagshæfni og nákvæmni. • Skýr framtíðarsýn í skólamálum. • Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. ágúst 2023 Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags Í umsókn skal greina frá menntun og fyrri störfum, hæfni út frá hæfnikröfum starfsins og öðru því sem umsækjan- di telur máli skipta og varpað getur ljósi á færni og hæfni hans til að sinna stöðu skólastjóra. Umsókninni skal fylgja kynningarbréf, ferilskrá, sakavottorð og saman- tekt þar sem fram koma hugmyndir umsækjanda um skólastarfið og þróun þess. Allir einstaklingar óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Umsóknarfrestur er til og með 6. mars 2023. Eingöngu er hægt að sækja um starfið í gegnum ráðningarvefinn Alfred.is. Nánari upplýsingar um starfið veitir: Jakob Björgvin Sigríðarson, bæjarstjóri, jakob@stykkisholmur.is sími 433 8100. Stykkishólmur stendur við Breiðafjörð á norðanverðu Snæfellsnesi og er bæjarstæðið einstaklega fallegt. Um 1.300 manns búa í Sveitarfélaginu Stykkishólmi en bærinn er í um tveggja klukkustunda akstursfjarlægð frá höfuðborga- svæðinu. Þjónustustig er gott í Stykkishólmi og státar sveitarfélagið af ríkulegu íþrótta- og tómstundastarfi fyrir fólk á öllum aldri og rótgrónum mennta- og menningarstofnunum. Í Grunnskólanum í Stykkishólmi stunda um 170 nemendur nám við 1.-10. bekk. Lögð er áhersla á jákvæðan og skemmtilegan skólabrag. Tónlistarskóli Stykkishólms hefur starfað óslitið frá 1964 og við hann starfar Lúðrasveit Stykkishólms sem stofnuð var 1944. Nemendur tónlistarskólans eru um 100 manns. Gott samstarf er milli skólastiga í Stykkishólmi auk samstarfs við Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði. Skólastjóri grunnskóla og tónlistarskóla í Stykkishólmi Vinnvinn | Kringlan 7 | 103 Reykjavík Sími 552 1212 | vinnvinn@vinnvinn.is | www.vinnvinn.is Erum við að leita að þér? 8 ATVINNUBLAÐIÐ 25. febrúar 2023 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.