Fréttablaðið - 25.02.2023, Side 54

Fréttablaðið - 25.02.2023, Side 54
Peugeot 508 fær viða- miklar breytingar á útliti og nýtt i-Con- nect upplýsingakerfi, en búnaðarútfærslum mun fækka. Líklegast má telja að ný Insignia sem koma mun fram um miðjan áratuginn, verði nokk- urs konar blendings- bíll með veghæð jepp- lings en form kúpulaga hlaðbaks. Líklegt er talið að nýr Mercedes sem keppa mun við Tesla Model 3 fái kerfið fyrst. njall@frettabladid.is Volkswagen vill ef laust koma sjö sæta útgáfu ID.Buzz sem fyrst á markað og nýlegar njósnamyndir af slíkum bíl við vetrarprófanir náðust á dögunum. Mun sá bíll keppa við sjö sæta bíla eins og Citroen e-Spa- ceTourer, Peugeot e-Traveller og Opel Life Electric. Sætaskipan nýs sjö sæta ID.Buzz mun skiptast þannig að tvö sæti verða fremst, þrjú í miðjunni og tvö aftast. Hægt verður að færa til sæti og einnig fjarlægja til að auka flutn- ingsrými. Búast má við svipuðum búnaði og í fyrstu útgáfu ID.Buzz. Þrátt fyrir lengra hjólhaf er lík- legt að bíllinn noti sömu 77 kWst raf hlöðu og fimm sæta útgáfan. Það gefur 201 hestafl í afturhjólin ásamt 310 Nm togi. Þar sem sjö sæta útgáfan verður þyngri má búast við aðeins minna drægi. n Sjö sæta VW ID.Buzz á njósnamynd Myndin sýnir bílinn með litlum felubúningi sem venjulega þýðir að mjög stutt er í frumsýningu hans. MYND/AUTO EXPRESSnjall@frettabladid.is Opel Insignia var lagður á hilluna í fyrra vegna minnkandi sölu bíla í þessum stærðarflokki stórra fjöl- skyldubíla. Þar hafa jepplingar nán- ast tekið yfir markaðinn í Evrópu. Samkvæmt fréttamiðlinum Auto Express er þó Opel Insignia ekki dauð úr öllum æðum því að von er á endurhannaðri útgáfu með eigin- leika jepplings. Opel mun þó ekki fara alla leið í jepplingformið að sögn hönnuðar- ins, Mark Adams. Hann viðurkennir að Insigna muni halda áfram í öðru formi og taka mið af vinsældum jepplingsins, en þó með nýju sniði. Líklegast má telja að ný Insignia, sem koma mun fram um miðjan áratuginn, verði nokkurs konar blendingsbíll með veghæð jepplings en form kúpulaga hlaðbaks. Það mun para vel við þörfina á að gera bíla straumlínulagaðri þegar bílar Opel rafvæðast. Ef fer sem horfir mun Insignia fylgja í fótspor Peu- geot og Citroen sem einnig eru hjá Stellantis, en 408 og C5X eru einmitt með sama formi. Þeir munu byggja á STLA Medium undirvagninum og því líklegt að um sömu tækni og raf- hlöður verði að ræða. Peugeot hefur þegar gefið upp að 408 hafi allt að 700 km drægi. STLA Medium er með annað hvort einum mótor sem er 201 hestafl, eða tveimur rafmótor- um sem samtals gefa 443 hestöfl. n Insignia ekki dauð úr öllum æðum Þessi tölvumynd gefur nokkuð góða hugmynd um hvernig næsta kynslóð Insignia gæti litið út. MYND/AVARVARII Mercedes hefur forkynnt nýjasta upplýsingakerfið sem koma mun með MMA undir- vögnum merkisins um miðjan áratuginn. Kerfið býður upp á nýtt afþreyingarkerfi, sjálfkeyrimöguleika og upp- færslum á fleiri en einn veg. njall@frettabladid.is Um fullkomið hugbúnaðarkerfi er að ræða að sögn Mercedes sem gefur mun meiri tengingarmögu- leika gegnum 5G. Mun kerfið tengj- ast öðrum kerfum eins og Google Maps og f leira, og hafa aðgang að tónlistarveitum og öðrum streym- isveitum. Kerfið er mun fullkomn- ara en hefðbundin farsímaspeglun eins og við þekkjum úr Apple CarPlay sem dæmi. Notast verður við skjái sem ná yfir alla breidd bílsins og fullkomnasta raddstýri- búnað sem völ er á. Samstarfsaðili Mercedes í sjálfkeyribúnaði verður tæknifyrirtækið Nvidia. Notast verður við sjálfkeyrslubúnað á stigi 2 sem þýðir að bílarnir munu geta keyrt að hluta til sjálfir utan stór- borga. Uppfærslur munu koma gegn- um netið en bíllinn mun einnig senda upplýsingar til baka svo að hægt verði að bæta kerfið að sögn Mercedes. Framtíðar hleðslunet Mercedes mun vera hannað með þetta kerfi í huga. Fyrsti bíllinn sem fá mun þetta kerfi verður jafnvel frumsýndur seinna á þessu ári. Um verður að ræða rafdrifinn fólksbíl sem keppa mun við Tesla Model 3. n Mercedes kynnir MB.OS upplýsingakerfi framtíðar Þótt MB.OS kerfið hafi ekki verið frumsýnt ennþá mun það þó líkjast mjög því sem sést hefur í Vision EQXX-tilrauna- bílnum að undanförnu. MYNDIR/MERCEDES Á sama tíma og Mercedes kynnti nýja kerfið frumsýndi merkið líka nýtt mælaborð E-línunnar. njall@frettabladid.is Fiat mun frumsýna rafdrifinn Fiat panda seinna á þessu ári en um verður að ræða lítinn jeppling eins og áður. Verður bíllinn annar af tveimur rafdrifnum bílum merkisins á þessu ári en hinn verður í sama stærðar- flokki og er ný kynslóð Punto. Til- kynnt var um þetta af forstjóra Stellantis, Carlos Tavares, á fundi fjárfesta Stellantis á dögunum. Nýr Fiat Panda verður smíðaður við hlið Jeep Avenger EV í verksmiðju Stellantis í Tychy í Póllandi. Munu báðir bílarnir deila sama eCMP undirvagni. Tveir aðrir rafdrifnir jepplingar eru einnig í bígerð hjá Fiat á næstunni. n Fiat Panda frumsýnd seinna á árinu Ef að líkum lætur verður ný rafdrifin Panda frumsýnd seint á þessu ári. njall@frettabladid.is Peugeot hefur fengið mikið af upp- færslum að undanförnu og meira að segja merki fyrirtækisins ekki und- anskilið. Margir bílar hafa fengið andlitslyftingu að undaförnu á sá nýjasti til að hljóta þannig meðferð er Peugeot 508. Eins og sjá má er breytingin nokk- ur að framan með nýrri hönnun á grilli og Matrix aðalljósum. Aftur- ljósin fá einnig nýja hönnun og ljón- ið er horfið af afturendanum. Ekki eru eins miklar breytingar á útliti innandyra en kominn er i-Connect gagnagrunnur til að stýra upplýs- ingakerfinu. Færri búnaðarútfærsl- ur eru nú en áður en á toppnum er áfram PSE tengiltvinnútgáfan með sín 355 hestöfl og 1,6 lítra bensínvél með forþjöppu. n Peugeot 508 fær andlitslyftingu Mestar breytingar verða á bílnum að framanverðu með nýju merki, grilli og Matrix aðalljósum en afturljósin fá líka nýtt lag. MYND/PEUGEOT 34 BÍLAR FRÉTTABLAÐIÐ 25. FEBRÚAR 2023 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.