Fréttablaðið - 25.02.2023, Side 60

Fréttablaðið - 25.02.2023, Side 60
„Það er ár síðan innrásin í Úkraínu hófst og síðan eru þessar leiðinlegu fréttir um endalausar kjaradeilur,“ segir fréttakonan Ingunn Lára Kristjánsdóttir um heldur þunga fréttavikuna. „Það er eiginlega sama hversu mikilvægar þessar fréttir eru. Maður er bara á bömmer yfir þeim, en á sama tíma er ég svo rosalega þakklát fyrir að það sé eitthvað sem léttir dagana og ég er komin með Eurovision-fiðringinn sem er ótrú- lega kærkomin tilbreyting. Ég hef líka sérstaklega gaman af því hversu mikil samfélagsmiðla- og TikTok stemning er í kringum Euro- vision,“ segir hún og bendir á að Tik- Tok-stjarna syngi danska lagið og að framlag Noregs hafi verið byrjað að „trenda“ á samfélagsmiðlunum áður en það varð fyrir valinu í undan- keppninni. „Það er alveg brjálað dæmi sem ég hafði mjög gaman af.“ Ingunn telur þannig víst að samfélagsmiðlaáhrifin á keppnina verði varanleg og minnir á að Tik- Tok sé einmitt einn helsti bakhjarl Eurovision sem hvetji keppendur til þess að nota miðilinn meira. „Þannig að það er komin upp áhugaverð og svolítið fyndin staða þar sem Eurovision hvetur fólk til að nota TikTok á meðan ESB bannar það,“ segir Ingunn og vísar til þess að framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins hefur bannað starfsfólki sínu að vera með TikTok í símum sínum. n Eurovision er ljósið í fréttamyrkrinu Ingunn Lára, fréttakona á RÚV. FRÉTTIR VIKUNNAR | Ingunn Lára Kristjánsdóttir Ljósmyndararnir Ásta Krist- jáns og Kári Sverris verða með námskeið í mars þar sem þau fara yfir allt það helsta sem huga þarf að fyrir tísku- og portrettmyndatökur en Ásta segir, þvert á það sem margir kynnu að ætla, þörfina fyrir fólk með gott auga aldrei hafa verið meiri. toti@frettabladid.is Ljósmyndararnir þrautreyndu og víðförlu Kári Sverris og Ásta Krist- jáns ætla að miðla af reynslu sinni og veita innsýn í heim tísku- og auglýsingabransans á einnar helg- ar masterclass-námskeiði í næsta mánuði. „Við erum bæði búin að vera í þessu í fjöldamörg ár og rekast á ýmsa veggi og ætlum að útskýra hvernig þetta gengur fyrir sig þann- ig að nemendurnir geti mögulega komist fram hjá þessum hindr- unum. Spara þeim smá tíma og vesen,“ segir Ásta sem hefur meðal annars myndað fyrir Vouge á fjöl- breytilegum ferli. Áherslan á námskeiðinu verður á ljósmyndatökur af fólki, bæði tísku- og portrait myndir og mikið lagt upp úr sköpun, skipulagningu og samstarfi við alls konar fagfólk enda að mörgu að huga á setti. Að tískutjaldabaki Ásta segir námskeiðið í raun vinnu- stofu þar sem nemendur fá að skyggnast inn í heim tísku- og aug- lýsingabransans á meðan þeim er leiðbeint við eigin myndatöku. Þau fái að spreyta sig sjálf í ljósmynda- stúdíói með fyrirsætu og fagmann- eskjum í förðun og stíliseringu. „Við verðum í rosa flottu stúdíói, Ey, úti á Granda og Arna Engilberts, mjög f lottur stílisti, verður með ráðgjöf alla helgina. Make-up skóli Hörpu Kára verður líka með okkur Skrefin inn í tískuheiminn Kári Sverris og Ásta Kristjáns deila þekkingu sinni og víðtækri reynslu á námskeiðinu í mars. MYND/AÐSEND Ásta Byrjaði að taka myndir þegar hún starfaði sem fyrirsæta í Japan og stofnaði í kjöl- farið Eskimo models 1995. Hún hefur rekið STUDIO8 í Reykjavík síðustu tíu ár og myndir eftir hana hafa birst í Vogue India, Surface og Italian Vogue svo eitthvað sé nefnt. Hún hefur staðið fyrir ljósmyndasýningum fyrir Amnesty International, Krabbameinsfélagið, Bara eitt líf, Downs félagið, Barna- spítala Hringsins og Save the Children. Kári Hefur í rúman áratug unnið sem ljósmyndari um allan heim. Hann sérhæfir sig í bjútí- og tískuljósmyndun og hefur meðal annars unnið fyrir þekkt merki og tímarit á borð við Chanel, Eucerin, Yamaha, ELLE, Glamour, Shape, L’Officiel og Marie Claire. Kári er búsettur á Ís- landi en vinnur mikið í Þýska- landi og London. Myndir eftir Kára hafa verið birtar á auglýsinga- skiltum út um allan heim og hann hefur haldið tvær ljós- myndasýningar hérlendis.433.is MÁNUDAGA KL. 20.00 Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is, fer yfir það helsta í fótboltaheiminum. Hann fær til sín áhugaverða viðmælendur og helstu sparksérfræðinga landsins sem gera upp mál málanna. og módelin verða frá Eskimo mod- els,“ segir Ásta. Þá munu Reykjavík Foto leggja til ýmis tæki og tól . Ólíkar hugmyndir „Við látum þau vinna mikið sjálf. Þau fá að velja sitt módel og verða með sitt teymi,“ segir Ásta og bætir við þau Kári verði nemendunum svo til halds og trausts, skrafs og ráðagerða, enda námskeiðið hugsað til þess að koma þeim af stað. „Og svo endar þetta með ljós- myndasýningu. Við verðum alveg á fullu alla helgina og stefnum líka á að gera rosa flotta sýningu,“ segir Ásta sem er þegar orðin spennt að sjá afraksturinn sem verði alls konar. „Þetta er fólk á ólíkum aldri, með ólíkar hugmyndir og mér finnst rosa skemmtilegt að sjá hvað kemur út úr því.“ Ásta blæs á þá ranghugmynd að fullkomnir myndavélasímar séu að gera ljósmyndara óþarfa þar sem fólk geti bara gert þetta sjálft og segir þau Kára aldrei hafa haft jafn mikið að gera. Oft var þörf „Þörfin hefur aldrei verið meiri. Meðal annars vegna þess að krafan er svo mikið um að fólk sé með góðar myndir alls staðar. Bara á samfélags- miðlum og öllu. Allt auglýsingaefni þarf að vera rosalega vel gert og þú tekur ekkert góða mynd af manneskju, módeli, leikara eða hverjum sem er, bara einn, tveir og þrír. Þess vegna er mikil þörf fyrir fólk með gott auga sem getur tekið góðar myndir og skapað flottar ímyndir.“ Þetta endurspeglast ef til vill í áhuganum á námskeiðinu sem er við það að fyllast. „Það eru þrjú pláss laus. Við byrjuðum að aug- lýsa í fyrradag og það varð einhver bomba þannig að mér sýnist þörfin fyrir svona vinnustofu alveg augljós. Þannig að þetta er bara mjög spenn- andi.“ Hægt er að skrá sig á námskeiðið, sem verður haldið helgina 18. og 19. mars, á masterclassastakari.com og nemendur þurfa vitaskuld að hafa myndavél meðferðis, annað hvort filmuvél eða stafræna. n 40 LÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 25. FEBRÚAR 2023 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.