Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Page 11

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Page 11
9 Taumunum hafði ég brugðið um klafann, og svo gekk ég þér við hlið alla leiðina heim, en hélt laust hendi um taumlás og mélhring. Og ylinn lagði frá þér í handarbakið, þrátt fyrir svalvindinn, og þannig fórum við alla leiðina heim, nema í brekkunum við læk- inn, og á haftinu óbrúaða í flóanum, þar sem ég varð að styðja við vagninn í þýfinu. Það var þá, sem ég sagði þér frá því, er ég fyrst kom að Þverholtum. Kannske af því, að það var líka í mai, og hann var þá líka á norðan og bitur, en kannske lika vegna þess, að ég hafði þörf fyrir að rabba við góðan félaga. Þetta kemur nefnilega yfir okkur mennina stundum, að við finnum sára þörf fyrir, að tala við einhvern, einhvern, sem við erum farnir að kynnast, og finnum, að við getum treyst, og höfum á tilfinningunni, að sá, sem við er talað, skilji allt til hlítar. Að þessu getur verið ótrúlegur léttir. Slík er á stundum reynsla mannanna, gamli vinur. Og reynsla sumra þeirra er sú, að það gleðji eigi síður hugann og vermi hjart- að, að segja alla söguna skynsömum hesti, sem kannske þar á ofan á meiri næmleik hugans en margur maðurinn. Og söguna af því fékkstu að heyra. Söguna af því, er ég fyrst kom að Þverholtum, en af því ferðaslangri leiddi, að ég eignaðist kotið, og síðar þig. Þá voru Þverholtin í eyði. Oft hafði ég farið um sveitina, — margsinnis, áður en hugurinn hneigðist þangað. Vor og sumar sleit ég barnsskónum í annarri sveit, nærlendis, þar sem landslag er svipað, holt og borgir, tjarnir og mýrasund, þar sem ár niða í nokkurri fjarlægð og lækir suða nær hvarvetna í nálægð, þar sem birkianganin gerir loftið áfengt eftir góðviðris- skúrimar í gróandanum og fram eftir sumri, þar sem fagurblá fjöll og mjallhvítir jöklar mynda skeifulaga hring um héraðið, víðlent og búsældarlegt, nema í suðri, þar sem hlið opnaðist til hafsins. Frá þeim bernskuslóðum sá þó eigi á haf út, nema af hæstu borgum, en þó var sem það væri alltaf nálægt, mikilfenglegt, dul- arfullt og seiðandi. Fram á unglingsár var komið, er atvikin réðu þvi, að lengra var til vesturs haldið, þar sem allt var skylt og líkt, og þó öðru vísi, eins og meiri vídd, meira svigrúm, borgirnar tilkomumeiri,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Rökkur : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.