Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Side 13
11
yfir önnur holt, borgir, mýrar og tjamir, hinn eini innsveitis,
neðan þjóðvegar, sem þetta varð um sagt.
Þá var ég löngu kominn af bernsku- og unglingsárum, er ég
uppgötvaði þetta, hafði fjórðung aldar að baki eða vel það, en
um mörg ár lá svo leið mín um þessar slóðir, í stuttum sumar-
ferðum. Og svo varð þetta oft íhugunarefni á kyrrum hvíldar-
stundum, þegar minningarnar frá þessum ferðum vöknuðu. Og
bærinn varð eins og miðdepill þeirrar myndar, sem bjarmaði á
hið innra með mér. Og án hans hefði nú eitthvað vantað. Kannske
sá ég fyrir innri sjónum eitthvað, sem aðrir sáu ekki, eða varð
þeim ekki til umhugsunar, og áreiðanlega fangaði ekki hugi þeirra.
Þverholtin voru í eyði, og lítt harmað, og á það eitt litið, að þarna
var landflæmi mikið, bithagi góður og notadrjúgur í miðri byggð.
En það, sem frá leið duldist ekki augum mínum, var, að þarna
var sá staður, sem setti svip sinn á alla byggðina öðrum fremur.
Þarna ætti höfuðból að vera, hugsaði ég . .. .
Og svo lagði ég leið mína þangað kaldan vordag og fór einn
og fótgangandi frá Álftárósi, tjai’narbakka og frosnar mýrar, móti
nöprum norðangjóstinum. Ég fór ekki þá leið, sem ég mundi hafa
farið, hefði ég verið kunnugri, og kom upp á melinn vestast, og
gekk svo upp á hámelinn og hafði vindinn á hlið, til mannlauss
bæjarins. Það var drjúgur spölur að fallinni túngirðingunni, illa
förnum útihúsum með skekktum torfveggjum, og að litla timbur-
húsinu á steyptum grunni, með sinum brotnu gluggum.
Ég gekk suður fyrir húsið og hallaði mér að veggnum og hugð-
ist eiga þarna hvíldarstund í skjóli fyrir norðanblástrinum, en
vind hafði heldur hert. Ég tyllti mér niður, en sat eigi lengi, og
þó naut ég einverunnar þessa stund.
En á þessari skömmu stund, gamli vinur, datt það í mig allt
í einu, að það væri engin tilviljun, að ég væri þarna kominn, —
að einhver hulin öfl hefðu því ráðið, að spor mín skyldu liggja um
flóana, sem enn voru gráir, um beran melinn, að mannlausum
bæ í kargaþýfðu túni. Kannske gerði ég mér þetta i hugarlund,
sveimhugi og forlagatrúar, — en það greip mig svona.