Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Page 13

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Page 13
11 yfir önnur holt, borgir, mýrar og tjamir, hinn eini innsveitis, neðan þjóðvegar, sem þetta varð um sagt. Þá var ég löngu kominn af bernsku- og unglingsárum, er ég uppgötvaði þetta, hafði fjórðung aldar að baki eða vel það, en um mörg ár lá svo leið mín um þessar slóðir, í stuttum sumar- ferðum. Og svo varð þetta oft íhugunarefni á kyrrum hvíldar- stundum, þegar minningarnar frá þessum ferðum vöknuðu. Og bærinn varð eins og miðdepill þeirrar myndar, sem bjarmaði á hið innra með mér. Og án hans hefði nú eitthvað vantað. Kannske sá ég fyrir innri sjónum eitthvað, sem aðrir sáu ekki, eða varð þeim ekki til umhugsunar, og áreiðanlega fangaði ekki hugi þeirra. Þverholtin voru í eyði, og lítt harmað, og á það eitt litið, að þarna var landflæmi mikið, bithagi góður og notadrjúgur í miðri byggð. En það, sem frá leið duldist ekki augum mínum, var, að þarna var sá staður, sem setti svip sinn á alla byggðina öðrum fremur. Þarna ætti höfuðból að vera, hugsaði ég . .. . Og svo lagði ég leið mína þangað kaldan vordag og fór einn og fótgangandi frá Álftárósi, tjai’narbakka og frosnar mýrar, móti nöprum norðangjóstinum. Ég fór ekki þá leið, sem ég mundi hafa farið, hefði ég verið kunnugri, og kom upp á melinn vestast, og gekk svo upp á hámelinn og hafði vindinn á hlið, til mannlauss bæjarins. Það var drjúgur spölur að fallinni túngirðingunni, illa förnum útihúsum með skekktum torfveggjum, og að litla timbur- húsinu á steyptum grunni, með sinum brotnu gluggum. Ég gekk suður fyrir húsið og hallaði mér að veggnum og hugð- ist eiga þarna hvíldarstund í skjóli fyrir norðanblástrinum, en vind hafði heldur hert. Ég tyllti mér niður, en sat eigi lengi, og þó naut ég einverunnar þessa stund. En á þessari skömmu stund, gamli vinur, datt það í mig allt í einu, að það væri engin tilviljun, að ég væri þarna kominn, — að einhver hulin öfl hefðu því ráðið, að spor mín skyldu liggja um flóana, sem enn voru gráir, um beran melinn, að mannlausum bæ í kargaþýfðu túni. Kannske gerði ég mér þetta i hugarlund, sveimhugi og forlagatrúar, — en það greip mig svona.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Rökkur : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.