Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Page 21
19
aðeins sumarbúskapur, sem ég áformaði, fyrst í stað. „Þú þolir
þetta ekki, maður á þínum aldri“, „ertu orðinn vitlaus, maður,
að sleppa starfsaðstöðu, til þess að leggja í slíkt ævintýri“, „mest
er ég hissa á, að nenna þessu“, og fleira slíkt kvað við í eyrum,
en ég svaraði fáu og lét mér nægja, að brosa út í annað munn-
vikið. Ég vissi nefnilega meira en þeir. Ég hafði nefnilega „eignast
hálft konungsríki" fyrir tíu þúsund krónur, en sú saga var þar
að baki, að maður sem vissi sínu viti, og gert hafði uppdrátt af
landareigninni, hafði sagt við mig, er hann lét mér í té uppdrátt
af henni, — „eiginlega er þetta nú hálft konungsríki“ — og það
hafði ég eignast fyrir tíu þúsund krónur. Og þessi orð urðu mér
minnisstæð og yljuðu, en ekki var hann á sama máli hreppsnefnd-
armaðurinn, sem sagði, er hann heyrði um kaupin, að ég „hlyti
að vera brjálaður, að kaupa „Holtin“ þessu verði“.
En það getur nú verið svona og svona með konungsríki,
Gráni minn, fyrr og síðar. Skrykkjótt mun oft ganga og margt í
rústum í sumum, fyrr og síðar, og eins á eyðijörðum, sem að
minnsta kosti einn maður hafði talað um við mig með virðingu
og aðdáun í röddinni sem konungsríki — hálft konungsríki, ætlaði
ég að segja — af þeirri sannfæringu, að þar mætti stórvirki vinna,
þótt slíkt yrði ekki mitt hlutskifti, en vissulega var ég bjartsýnn,
°g byggðist bjartsýnin þó nær einvörðungu á þeim innri styrk,
sem það veitti, að láta til skarar skriða, og leitast við að vera trúr
æskuhugsjónum sínum, og komast þannig í sátt við sjálfan mig
og tilveruna.
f græna haga
Minnisstæðust er mér jafnan morgunstundin í Tungu, er halda
skyldi til hinna nýju heimkynna. Það var á vordegi og bjart veður,
þó eigi alheiðskýrt. Vanastur hafðirðu verið því, er þú varst leidd-
ur úr húsi að morgni, að þú værir beizlaður og aktýgi á þig lögð,
en ég lagði aðeins múl við þig, og þú kunnir því vel, og varst
léttur í spori og skimaðir títt til beggja hliða, er ég teymdi þig
fáförnustu götur í grend við Rauðará að sjónum, og alla leið
vestur á uppfyllingu. Kul var á norðan og sjórinn gáraður á ytri
höfninni. Mörg skip lágu í höfninni og hópar verkamanna lögðu