Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Síða 25
23
Og í þessum hópi, sem var líka þinn heimur, var allt samtvinnað,
á sviði starfs og hugsana. Því fór fjarri, að ég væri þinn eini að-
dáandi og vinur, því að öllum þótti þeim vænt um þig, og þú
varst nú allra vinur.
Allt er þetta löngu liðin saga, sem gömlum manni er fróun að
rifja upp. Á veggnum hangir mynd af þér frá hamingjudögunum,
og er ég renni augum á hana hvarflar hugurinn til þeirra, og minn-
ingarnar vakna og mér finnst ég sjá allt sömu augum og það hefði
getað gerzt í gær. 1 erli áranna varð myndin á veggnum mér æ
kærari, — liti ég á hana á kyrrum stundum var sem ég hefði þann
Aladins-lampa í höndum, sem töfruðu fram þær minningar, sem
urðu dýrgripir míns hugarhofs, — og seiddu fram þann ljóma,
sem eyðir öllum skuggum. Og það varð að venju, að hverfa á
þessar fornu slóðir og eiga góða stund með þér í haganum, eða
ég geri mér í hugarlund, að ég hvílist á blettinum í túninu, þar
sem bein þín hvíla, heygð þar af mér og ungum syni, sem hefir
varðveitt hverja minningu um þig, eigi síður en ég. Bletturinn er
í slakka hæstu brekkunnar í túninu í Þverholtum, og sér þaðan
vítt yfir. Og þarna hefir æ verið gott að minnast og hvílast og
taka aftur gleði sína.
Og minningarnar um þær stundirnar hafa lika orðið mér stoð
og styrkur. Einnig á þeim fann ég orku streyma frá þér til mín og
ég fyrirvarð mig. Og ég gladdi mig við þá hugsun, að enn gætu
draumar ræzt, komið eins og hlýr varblær að liðnum vetri, og að
það ætti fyrir mér að liggja, að geta horft djúpt í skilningsrík
augu, fundið yl handar, sem eitt sinn, sem hugurinn enn dvelst
tíðast við. Hve vel ég man enn þær stundir og að ég gat glaðst yfir,
að eiga enn það land, sem veitti þér næringu, þrótt og gleði.
Og þá minnist ég tíðum umhyggju þinnar fyrir nýköstuðum fol-
öldunum. Minningu um það á ég frá fyrsta samverusumrinu. Það
þurfti ekki að fara í neinar grafgötur um, að þér fannst mikill
viðburður hafa gerst. Vökulum augum horfðirðu allt um kring.
Þú gerðist á svipstundu verndari ungviðisins, og ef aðkomustóð
nálgaðist þinn hóp, var það óðara brott hrakið. Mér flaug stund-
um í hug, að hér réði ef til vill að mestu afbrýði eða ofríkishneigð,