Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Qupperneq 26
24
en er ég sá þig svo þjóta til folaldsins, leggja heita snoppuna,
að litlum, stinnum makka, og taka þér á ný stöðu hjá þeim, sann-
færðist ég um hve hneigð þín til verndar lítilmagnanum, sem þú
hafðir tekið í þína umsjá, var sterk.
Mér fannst umhyggja þín bera því vitni, að skynlaus skepnan,
eins og mennirnir stundum nefna hana í heimsku sinni og skiln-
ingsleysi, — eigi til samúð og hjálpfýsi í rikum mæli. Þetta leiddi
og hugann að því, að þetta voru dyggðir, sem ég hafði hvergi
nærri reynt sem skyldi að þroska með sjálfum mér, og að ég hafði
oft einblínt á erfiðleika, sem voru smáir, mótlæti, sem hægt var
að læra af, og að enda hinn mesti harmur gat opnað leið til innri
hamingju. Það er víðar en á hesthúsbás, vinur minn, eða annars-
staðar, þar sem þröngt er til veggja, en hvort, sem það er þar —
í heimilisranni eða sjúkrastofu, geta allir veggir hrunið, eða væri
kannske réttara að segja, að sé þrá þeirra, sem þjást nógu innileg
og sterk, sjái þeir gegnum þá, gegnum holt og hæðir erfiðleika
og mótlætis.
Ég hefi staðið hjá þér í hesthúsbás, og á grænum vangi hinna
breiðu byggða. Ég hefi líka staðið í sjúkrastofu, stundum dag
hvern langtímum saman hefi ég staðið þar við beð konu, sem
lömuð var frá barnæsku, en í augum hennar var birta guðlegs
máttar, og ég trúi að hún hafi séð langt, óendanlega langt í burtu
bað land, þar sem beið hennar allt það, sem hún hafði fegurst
séð í sínum hugarheimi og þráði innilegast. Og i sama sjúkra-
húsi, þar sem ég kom tíðum, því að þar lá lífsförunautur minn
margar legur og einnig hina síðustu, og áttum við þar okkar
kveðjustund, er allur máttur var þrotinn til máls, en þó nægur
til veiks kveðjubross, sem var undanfari þeirrar guðlegu, andar-
taks birtu, sem lýsir sér í hverjum drætti hins deyjandi og fagn-
andi á aldurtilastundinni.
Þá rann bað upp fyrir mér, að ofar skugganna dal, ef upp er
horft, er allt skínandi bjart, ógleymanlega, skínandi bjart. Og að
þessi birta er birta þeirrar hjálpar, sem fékkst ekki á jörðu, frá
einhverjum ljósheimum handan markanna miklu.
En þótt yfir slikri minningu sé meiri og æðri birta en öllum
öðrum, birta þeirra ódáinsheima, sem bíða allra mannanna bama,
og vekur hugboð um ljósvegu, og ef vel er, leiðir hugann að öllu