Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Side 29

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Side 29
27 Krókur á móti bragði Þeir sögðu mér það fyrir sunnan, er ég keypti þig, að þú kynnir að reynast mér erfiður, því að „þér héldu engar girðingar", og að vísu satt, þvi að ef sá gáilinn var á þér varð sú reyndin á. Þú gazt átt það til, að ganga rólegur á girðingu með slútandi höfuð og stinga höfði og hálsi milli strengja, fundvís á veilur, slaka víra, losaralega girðingarstólpa, kippa þannig upp heilum kafla, unz allt hrisstist af þér, og varð þá stundum eftir slitur úr tagli eða faxi. Þetta var í gróandanum fyrsta vorið, og eitthvað varð til bragðs að taka, og mér flaug í hug, að freista hvort ekki væri ráð, sem dygði að hafa þig í tjóðri í kafloðnum þúfnakraganum í túnjaðrinum, og til nokkurrar furðu reyndist það vel, þvi að er ég sleppti þér undir kvöld, undir þú vel í holtunum tíðast, þá hefir verið tilbreyting í döggvotu holtagrasinu og holtakyrrðin um lágnættið heillaði meira en túnkraginn. Og svo var dyttað að gömlu girðingunni. En þú lést koma krók á móti bragði, er frá leið, rétt fyrir sláttinn. Það var ekki að sökum að spyrja, að þú varst kominn inn á mitt tún á hverjum morgni. Og ekki voru sjáanleg nein spjöll á girðingunni. Og minn ályktunarhæfileiki var ekki meiri en það, að ég taldi þig hafa tekið undir þig stökk og hent þér yfir hana, en það hafði ég eitt sinn séð þig gera leik- andi létt, er stóðhópur kom æðandi heim melinn, og þú á svip- stundu friðlaus að komast í atið. En ég gat ekki heldur fundið þess merki, að þannig lægi í þessu, og tók ég nú í mig að hafa and- vara á mér, og morgun einn snemma, er vottaði fyrir rauðum bjarma rísandi sólar yfir Eiríksjökli, vaknaði ég og reis á fætur. íig stóð um stund á tröppunum austan megin á húsinu og horfði á morgundýrðina, — og þig liggjandi og blundandi undir stekkjar- veggsbrotinu. Og allt í einu kom hreyfing á þig. Þú reistir háls og höfuð, reistir þig upp á framfæturna, letilega, og svo eldsnöggt á alla fjóra fætur. Og svo lagðirðu af stað, letilega, hægara en ég hafði fyrr séð þig ganga. Ekki er nú asinn á honum, hugsaði ég, né líklegur til þess að taka undir sig stökk. Þess þurftirðu heldur ekki. Þú hafðir haft þína áætlun tilbúna, er þú tókst upp á þessu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Rökkur : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.