Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Page 30

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Page 30
28 Og áfram lallaðirðu í áttina til túnsins — og lagðir leið þína beint að hliðinu, sem var allbreitt og krækt að innanverðu ofarlega. Og svo teygðirðu hálsinn yfir, beizt um krókinn, sem var ívið lengri en munnvik þitt, og lyftir honum upp og lést hann svo falla niður. Svo ýttirðu bara hliðgrindinni inn með hausnum ósköp rólega, nægilega langt til þess að þú gætir gengið inn í rólegheitum, og svo féll hún að stólpum, — en ekki kræktir þú þó hliðgrindinni er inn var komið! Og þar til sláttur var vel á veg kominn hýsti ég þig blánóttina eftir þetta, og kom sér raunar vel að geta gengið að þér, vegna mjólkur-flutninganna vestur yfir á. Og hafði þetta þann kost, að þú varst rólegri á beitinni. Það var nú ekki mikið mjólkurmagnið, en Skjalda, sem Ingi á Bakka hafði keypt fyrir mig reyndist gæðaskepna, hún var vor- bæra, og svo drjúgur úr henni dropinn, að hin mesta búbót var að í þessum sumarbúskap. Og svo þurfti tíðast að flyjta eitthvað heim, sem flutt var á mjólkurbílnum að vaðinu vestan megin. í fyrstu var óbrúað haftið þegar vestur yfir melinn var komið, og illfært á kerru, og í fyrstu kunnum við ekki lagið á þessu. Þú varst þungstigur og vildir ösla áfram, óvanur flóanum og lást illa í stundum, en aldrei lengi að kippa þér upp úr, og ataðir leir- slettum vorum við báðir, og hraut mér eitthvað ófagurt af munni, en það gleymdist á svipstundu. Morgunkyrrðin var svo dásamleg, að allt í einu flaug upp rjúpa og flaug á undan okkur drjúgan spöl. Hún hefir víst óttast, blessuð rjúpan, að ungunum hennar stafaði hættu af okkur félögum, er við komum þama með ósmá- um bægslagangi og rufum kyrðina, og svo flaug hún burt til sinna, er hún taldi hættuna liðna hjá. Ég man það enn vel, er ég gekk til hesthúss þennan morgun, Gráni minn. Þú hneggjaðir lágt, þegar ég var miðja vegu milli bæjar og hesthúss. Þú stóðst við dyr frammi, er ég tók tyttinn úr kengnum og opnaði. Beizlið lá á hesthúsveggnum, og þú beiðst rólegur meðan ég beizlaði þig, en svo fórstu eitthvað að snurfusa við opið á treyjuvasa mínum, — hafðir vafalaust fundið lyktina af þverhandarþykkri rúgbrauðssneiðinni, sem ! honum var. Og víst var flipi þinn mýkri en lófinn, sem brauðmolarnir hrundu í, úr munni þér. Er heim kæmi mundi ég fara með þig í hagann til Stjarna á tjarnarbakkanum. Þetta var fagur dagur og alkyrð yfir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Rökkur : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.