Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Síða 32
30
á heimleið, og lítt móður er upp á melinn kom, en þó mun hvat-
stígari, enda áttirðu þess von, að þér væri hyglað, er heim kom.
Land undir hvítum feldi
Það var í júlíbyrjun fyrsta sumarið í Þverholtum. Og veðurfari
er ekki ólíkt farið nú, þar sem ég sit í „greni“ mínu og myndin
hugumkæra af þér blasir við mér á veggnum. Nokkra júlídaga
forðum gat aldrei neitt að líta, er degi hallaði og á næturna, nema
gráan þokugeim. Nei, það var fleira. Það var heitt af sólu á
morgnana, en svo lagði þessa þokuskikkju yfir. Hún læddist inn
frá sjónum, „kerlingarlæðan“, og byrgði fljótt útsýn til eyja og
skerja, og hurfu naggarnir fyrst sjónum, er til hafs var horft í
sjónauka, og á skammri stundu, nær í einni svipan, hurfu stóru
skerin og eyjarnar, og svo læddist hún upp flóann og mýrasundin
milli hamraborganna, er ofar dró, og ekki sá lengur til fjalla og
jökla. Allt varð með annarlegum blæ eins og jafnan þegar þokan
leggur undir sig landið, og hrífandi var það, að horfa á það, er
hún var að leggja undir sig ríki hamraborganna, klettadrangarnir
urðu furðumyndir, borgirnar kastalar, álfkóngahallir, væru menn
í skapi til þess að gera sér slíkt í hugarlund, en undir lágnætti
var landið horfið, yfir því lá hvítur feldur, þéttari og samfelldari
en löndin, þegar flogið er yfir þau í mikilli hæð. En allt af var
jörðin fersk og angandi, hvert gras safamikið og þrútið, og dropar
á krónu sem tár á hvarmi, og þótt geislablik prýddi ekki þessa
dropamergð, var unun að því að líta þennan græna baðm jarðar-
innar, svo safaríkan og þrútinn, sem beið yls og birtu. Og ef nú
þrátt fyrir allt þetta vottaði fyrir einhverjum leiða í lundinni,
var hægt að hugsa fram, þegar mestu erfiðleikar væru að baki,
gamla túnið slétt og byrjað að ræsa fram mýrarnar. Það var
hægt, að hugsa um allt, sem gera mátti, gamli vin, ef gifta fylgdi,
og þá gat hugurinn sett fram þetta geislablik, sem mér fannst
skorta, er ég horfði á dropamergðina.
Og nóttin leið, sumarnóttin stutta, og einn morguninn vaknaði
ég ekki með sólu, ég hafði ekki legið andvaka eins og stundum
og lagt við hlustirnar, sál mín var ekki, eins og óvirkt tæki, sem