Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Qupperneq 34
32
„Engin hætta“, sagði Ingi glaðklakkalega. „Ég sé, að aktygin
eru komin á þann gráa“, og beindi nú orðum sínum til mín. „Ég
lét strákinn fara með mjólkurbrúsana vestur yfir ána. Hann ætti
að vera kominn af stað í veginn með Brún gamla og kerruna.
Smástund var rætt um daginn og veginn, pest og niðurskurð
og fjárskipti, og svo af stað haldið, og komu hinir um leið og við.
Og svo var tekið til við að stinga fyrir, kasta úr og hlaða kant,
og sóttist verkið vel. Vagnhestarnir voru að kroppa við mel-
jaðarinn, og börnin sátu á þúfnakollum og horfðu á, eilítið von-
svikin yfir, að ekki var farið að bera ofan í fyrr en að kaffitíma
loknum, því að ætlunin var að bera ofan í eftir því sem hægt var,
svo að minna væðist upp. Loft var skýjað, en úrkomulaust, og hið
bezta vinnuveður. Man ég vel hve mig verkjaði í bakið, vinnan var
fullstrembin fyrir minn pappírsbúk, enda ekki farinn að þjálfast
eftir vetrarkyrrsetuna, en glaður var ég, gamli vinur, glaður yfir
að vera í þessum hópi, og þarna sem ég var, og mest af því, að
þetta verk var hafið, og ég var bjartsýnn. Og því skyldi ég
ekki vera bjartsýnn? Hafði ekki draumur bernskuáranna ræzt?
Hafði ég ekki eignast jörð, og hest, hvítan hest, sem var með
mér í striti dagsins og létti það, — var það ekki minn bær, sem
blasti við þarna á melnum? Og þótt ég væri farinn að reskjast
var ég líkamlega hraustur. Ýms vonbrigði liðinna daga voru
gleymd á þessum stundum, um hið liðna skipti engu, fannst mér,
það var framtíðin, sem skipti máli. Var ég ekki að leggja veg,
heim að bænum mínum, um mitt land, heim að bænum, sem ég
vissi, að ég gæti unað ólifða daga, ef giftan fylgdi? Og þú, minn
hvíti hestur, varst meira en vinur og starfsfélagi, þú varst tákn
drauma minna, en þá óraði mig heldur ekki fyrir því, sem ég
síðar varð að þola.
Einhver hafði orð á, er við drukkum kaffið, að nú hyllti þó
undir, að „kerrufært yrði, alténd í þurrki“. Og bætti svo við:
„Allt af verður nú áin farartálmi á stundum".
„Ekki er lækurinn betri, hann getur orðið verri, þegar hann
bólgnar upp. Verst er hvað þessar krónur hrökkva skammt. Það
vinnst, að gera þetta slarkfært, en það þarf skurði og mikinn of-
aníburð, annars veðst allt upp undir eins og bleytir", sagði Ingi.
Og Ingi reyndist sannspár um þetta, en allar götur varð því