Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Side 36

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Side 36
34 „Hann er skapmikill“, svaraði ég og hafði nú komist að niður- stöðu um hvemig svara skyldi, „en mér hafði að vísu aldrei dottið í hug að láta hann í hendur annara, en ég gæti ekki án hans verið og mundi seint finna hans líka. Hann er afbragðs kerruhestur og fjörmikill og þægilegur ásetu, en telur það greinilega fyrir utan sinn verkahring, að láta aðra nota sig til reiðar nema þá, sem hann þekkir bezt. Hann er þægur fyrir kerru, og hérna heima við mundi ég treysta barni með hann, sé fullorðinn nærstaddur að minnsta kosti, — og að vísu geri ég mér vonir um, að geta notað hann fyrir sláttuvél með þægum hesti, og svo ég orðlengi þetta ekki frekar: Ég má ekki missa hann og vegur þó hitt enn meira, að mér þykir vænt um hann“. Folakaup Góðra, gamalla kynna er Ijúft að minnast, kynna, sem yljuðu, svo að ylsins gætir alla ævina, er minningarnar um þau skjóta upp kollinum, löngu, löngu seinna, eins og nú. Það var dag nokkurn snemma sumars, sem ég fór ríðandi vestur yfir á, þeirra erinda að þreifa fyrir mér um kaup á fola, sem ég hafði heyrt, að væri falur, og var tvorttveggja, að ég hafði þörf fyrir lipran, liðlegan hest til reiðar, því að þér var annað hlut- verk ætlað, Gráni minn, og svo vissi ég, að eins og maður er manns gaman, er hestur hests gaman, og mundir þú una þér betur, ef ég eignaðist fola, sem þú vingaðist við. Nábýlingur minn, Ingi á Bakka, lagði mér til reiðskjóta, gráan fola, og svo reið ég sem leið lá upp með ánni að vaðinu og er yfir ána var komið, upp að Hrafnkelsstöðum, til þess að finna að máli Guðbrand bónda og sveitarhöfðingja. Hann var þá aldur- hniginn, hinn göfuglegasti maður, enn svipfastur, og bar svipur- inn enn merki þess, að hér var maður, sem bjó yfir þeirri seiglu, sem þróast hafði frá blautu barnsbeini og treyst skapgerðina, traustasta bjarg hins innra manns. Á stundum gat brugðið fyrir glömpum í augum hans, sem minntu á málmkorn í grjóti, en öðrum tíðari, sem vitnuðu um hið milda hugarfar hins aldraða lífsreynda manns.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Rökkur : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.