Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Qupperneq 36
34
„Hann er skapmikill“, svaraði ég og hafði nú komist að niður-
stöðu um hvemig svara skyldi, „en mér hafði að vísu aldrei dottið
í hug að láta hann í hendur annara, en ég gæti ekki án hans verið
og mundi seint finna hans líka. Hann er afbragðs kerruhestur og
fjörmikill og þægilegur ásetu, en telur það greinilega fyrir utan
sinn verkahring, að láta aðra nota sig til reiðar nema þá, sem hann
þekkir bezt. Hann er þægur fyrir kerru, og hérna heima við
mundi ég treysta barni með hann, sé fullorðinn nærstaddur að
minnsta kosti, — og að vísu geri ég mér vonir um, að geta notað
hann fyrir sláttuvél með þægum hesti, og svo ég orðlengi þetta
ekki frekar: Ég má ekki missa hann og vegur þó hitt enn meira,
að mér þykir vænt um hann“.
Folakaup
Góðra, gamalla kynna er Ijúft að minnast, kynna, sem yljuðu,
svo að ylsins gætir alla ævina, er minningarnar um þau skjóta upp
kollinum, löngu, löngu seinna, eins og nú.
Það var dag nokkurn snemma sumars, sem ég fór ríðandi vestur
yfir á, þeirra erinda að þreifa fyrir mér um kaup á fola, sem ég
hafði heyrt, að væri falur, og var tvorttveggja, að ég hafði þörf
fyrir lipran, liðlegan hest til reiðar, því að þér var annað hlut-
verk ætlað, Gráni minn, og svo vissi ég, að eins og maður er
manns gaman, er hestur hests gaman, og mundir þú una þér betur,
ef ég eignaðist fola, sem þú vingaðist við.
Nábýlingur minn, Ingi á Bakka, lagði mér til reiðskjóta, gráan
fola, og svo reið ég sem leið lá upp með ánni að vaðinu og er
yfir ána var komið, upp að Hrafnkelsstöðum, til þess að finna
að máli Guðbrand bónda og sveitarhöfðingja. Hann var þá aldur-
hniginn, hinn göfuglegasti maður, enn svipfastur, og bar svipur-
inn enn merki þess, að hér var maður, sem bjó yfir þeirri seiglu,
sem þróast hafði frá blautu barnsbeini og treyst skapgerðina,
traustasta bjarg hins innra manns. Á stundum gat brugðið fyrir
glömpum í augum hans, sem minntu á málmkorn í grjóti, en
öðrum tíðari, sem vitnuðu um hið milda hugarfar hins aldraða
lífsreynda manns.