Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Qupperneq 37
35
Við höfðum tyllt okkur, er inn kom kona hans, hlý og bros-
mild, kona enn svo fögur í ellinni, að æskufegurðin hafði ekki
glatast henni, kom hún og heilsaði mér.
Ég var aðeins orðinn þeim málkunnugur, en þarna sat ég í
stofu þeirra, eins og gömul kynni væru að baki. Og það var Guð-
brandur, sem varð fyrri til að taka til máls, er húsfreyja hafði
brugðið sér fram til þess að hella upp á könnuna.
„Þú ert að byrja að koma þér fyrir, heyri ég“.
„O-jæja. Kannske má það heita svo. Það er í rauninni ekki
svo, að ég sé að byrja búskap, — ég er að þreifa fyrir mér með
tilliti til framtíðarinnar. Aðalatriðið finnst mér, að geta komið
sér sæmilega fyrir, ef ýmsar aðstæður breytast, og ég gæti ekki
látið gamla drauma rætast.“
„Já, ég vona, að allt gangi þér í hag. Þetta er mikil jörð —
en erfið'..
Mér flugu í hug orðin þessi: Eiginlega er þetta nú hálft kon-
ungsríki, og gat þeirra við Guðbrand.
„Allt væri þetta nú auðveldara“, sagði Guðbrandur, „ef sam-
göngurnar væru í lagi, — ekki kerrufært heim, nema í frostum,
þótt að vísu megi slarka með kerru í beztu þurrkatíð".
„Ég hefi nú von um, að akfært verði heim innan tíðar. Verst,
að geta ekki nýtt engjarnar niðri við Æðarvatn, ágætis engjar
og véltækar. Það er langt á þær og ófærar mýrar yfir að fara á
köflum. Með dálitilli hjálp mætti þó heyja þar og setja i galta
og aka heim að vetrinum".
„Já, þær hafa verið nýttar þannig, af nauðsyn, því að hálft
túnið er kargaþýfi. — Hvað mældist þeim annars landareignin,
mælingamönnunum ? “
„Hún er yfir 1400 hektarar“.
„Já, og hálft konungsríki", sagði hann. „Og þó er þetta aðeins
% upphaflegrar stærðar, því að % var seldur undir Smiðjuhól
fyrir mörgum árum“.
„Jörðin er svo sem nógu stór enn. Tæknin kann að verða
þér til hjálpar, því að ræktun mun stóraukast með þeim vélakosti,
sem er að koma til sögunnar. En jörðin er bezt til sauðfjárræktar
fallin. Övíða er betra til beitar. Og ef tekst að uppræta pestina og
koma upp heilbrigðum stofni eru skilyrðin sannarlega fyrir hendi.