Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Side 38
36
Og með bættum samgöngum mundi þá kannske margur líta Þver-
holtin öðrum augum en nú“.
Guðbrandur þagnaði í svip.
„Mönnum hefir ávallt fundist að Þverholtin væru afskekkt —
ekki vegna fjarlægðar í rauninni, heldur vegna þess, að mönnum
fannst þangað varla fært nema fyrir fuglinn fljúgandi, Þótt oftast
hafi nú verið búið þar, en þau höfðu verið í eyði nokkurn tíma,
er fyrirrennari þinn keypti. Skilyrðin hafa yfirleitt batnað fyrir
menn til þess að komast á aðalvegi, en það haldist, að menn hafa
litið á Þverholtin eins og afrétt innan sveitar“.
1 þessum svifum birtist húsfreyja í gættinni með kaffið.
„Ég heyrði, að þið voruð að tala um Þverholtin“, sagði hún, er
hún lagði bakkann frá sér á borðið, „það vona ég —“ — og um
leið leit hún á mig, „að þú verðir ánægðari í Þverholtum og þitt
fólk, en ég var, en ég segi það eins og er, að mér leiddist þar“.
Þetta kom mér óvænt.
„Þú ert þar þá ekki alveg ókunnug“, sagði ég í grandaleysi,
„þú hefir kannske verið þar, þegar þú varst krakki eða unglingur
og unað illa einangruninni".
„Nú, ég var nú komin af barnsaldrinum“, sagði húsfreyja bros-
andi og glettnislega, „þegar við Guðbrandur fórum að hokra hérna
á Mýrum vestur byrjuðum við nefnilega í Þverholtum“.
„Jæja“, sagði ég og leit til Guðbrands, sem brosti lítið eitt,
„hvað ætlarðirðu að luma lengi á þessu, Guðbrandur".
„Við höfum nú ekki ræðst oft við“, sagði hann, „en einhvern
tíma hefði þessu sjálfsagt skotið upp kollinum“.
„Sitthvað ófagurt hefir nú sjálfsagt hrotið af vörum okkar Inga
á Bakka, hjálparhellunni, þegar draslast var með kerruna, þar sem
blautast var, en þetta skánar þegar vegurinn nær upp á mels-
endann, en svo þarf að bera almennilega í allan vegarkaflann frá
læknum upp að mel, og það getur orðið bið á því, eins og allt
er, en þó mikil bót, að ofaníburðurinn er nærtækur“.
„Mikil bót verður nú að því, þegar kerrufært verður,“ sagði
húsfreyja.
„Þið hafið vitanlega flutt allt á klakk forðum daga“, skaut
ég að henni.