Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Page 38

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Page 38
36 Og með bættum samgöngum mundi þá kannske margur líta Þver- holtin öðrum augum en nú“. Guðbrandur þagnaði í svip. „Mönnum hefir ávallt fundist að Þverholtin væru afskekkt — ekki vegna fjarlægðar í rauninni, heldur vegna þess, að mönnum fannst þangað varla fært nema fyrir fuglinn fljúgandi, Þótt oftast hafi nú verið búið þar, en þau höfðu verið í eyði nokkurn tíma, er fyrirrennari þinn keypti. Skilyrðin hafa yfirleitt batnað fyrir menn til þess að komast á aðalvegi, en það haldist, að menn hafa litið á Þverholtin eins og afrétt innan sveitar“. 1 þessum svifum birtist húsfreyja í gættinni með kaffið. „Ég heyrði, að þið voruð að tala um Þverholtin“, sagði hún, er hún lagði bakkann frá sér á borðið, „það vona ég —“ — og um leið leit hún á mig, „að þú verðir ánægðari í Þverholtum og þitt fólk, en ég var, en ég segi það eins og er, að mér leiddist þar“. Þetta kom mér óvænt. „Þú ert þar þá ekki alveg ókunnug“, sagði ég í grandaleysi, „þú hefir kannske verið þar, þegar þú varst krakki eða unglingur og unað illa einangruninni". „Nú, ég var nú komin af barnsaldrinum“, sagði húsfreyja bros- andi og glettnislega, „þegar við Guðbrandur fórum að hokra hérna á Mýrum vestur byrjuðum við nefnilega í Þverholtum“. „Jæja“, sagði ég og leit til Guðbrands, sem brosti lítið eitt, „hvað ætlarðirðu að luma lengi á þessu, Guðbrandur". „Við höfum nú ekki ræðst oft við“, sagði hann, „en einhvern tíma hefði þessu sjálfsagt skotið upp kollinum“. „Sitthvað ófagurt hefir nú sjálfsagt hrotið af vörum okkar Inga á Bakka, hjálparhellunni, þegar draslast var með kerruna, þar sem blautast var, en þetta skánar þegar vegurinn nær upp á mels- endann, en svo þarf að bera almennilega í allan vegarkaflann frá læknum upp að mel, og það getur orðið bið á því, eins og allt er, en þó mikil bót, að ofaníburðurinn er nærtækur“. „Mikil bót verður nú að því, þegar kerrufært verður,“ sagði húsfreyja. „Þið hafið vitanlega flutt allt á klakk forðum daga“, skaut ég að henni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Rökkur : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.