Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Blaðsíða 43
ÍTALSKAR SMÁSÖGUR:
Hættulegur f jársjóður
Saga frá XIII. öld.
Dag nokkurn lagði einbúi leið sína um skóg mikinn og það vildi
svo til, að hann fann helli einn,sem lá djúpt í jörðu niðri. Ein-
búinn var þreyttur orðinn og hann fór inn í hellinn til þess að
láta þar fyrir berast um stund og hvílast. En er inn kom sá hann
glitra á eitthvað, og er hann fór að forvitnast um þetta, sá hann
að þetta var gullhrúga. Þegar einbúinn sá gullið skínandi hvarf
hann á brott hið bráðasta út í skóginn, því að hann var vitur mað-
ur og vildi ekki láta Mammon freista sín. En á flótta sínum frá
gullinu mætti hann þremur ræningjum. Voru þeir grimmlyndir
og úr flokki þeirra, sem grípa hvert tækifæri til þess að ræna
friðsama ferðamenn, er verða á vegi þeirra. En það var nú svo
um ræningja þessa, að þótt þeir væru stöðugt í skóginum og hann
væri í reyndinni þeirra heimkynni, þá höfðu þeir aldrei fundið
hellinn, þar sem gullhrúgan var. Þegar nú ræningjarnir sáu ein-
búann á harða hlaupöum héldu þeir í fyrstu, að mikil hætta væri
á ferðum, og greip þá skelkur eigi lítill, sem þeir þó eigu gátu gert
sér grein fyrir, en áræddu þó að hlaupa í veg fyrir einbúann, og
spyrja hann hví hann færi svo geyst. Einbúinn hægði ekki á sér
og svaraði:
„Ég er á flótta undan dauðanum, sem er á hælum mér“.
Ræningjarnir gátu engan séð og litu þeir þó í allar áttir.
„Segðu okkur hvar hann er, eða farðu með okkur þangað, sem
hann er, þegar í stað“.
Einbúinn svaraði og bar hratt á: