Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Síða 44

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Síða 44
42 „Fylgið mér þá eftir“. Vísaði hann þeim nú veg til hellisins og er að hellismunnanum kom benti hann þeim á staðinn hættulega. Jafnframt nauðaði hann á þeim, að fara ekki inn í hellinn, þeir ættu jafnvel helzt ekki að horfa inn. Bezt væri að forða sér, eins og hann hefði ætlað að gera. En ræningjarnir voru nú orðnir staðráðnir í að athuga hvað það væri, sem gert hafði einbúann svo óttasleginn, og skipuðu honum að fara á undan inn í hellinn. Einbúinn óttað- ist, að þeir myndu drepa sig, ef hann hlýddi þeim ekki, og gekk á undan þeim inn og sýndi þeim gullhrúguna. „Hér“, sagði hann, „er dauðinn, sem var á hælum mér“. En ræningjarnir urðu himinlifandi og létu fögnuð sinn í Ijós með ákafa miklum. Síðan leyfðu þeir einbúanum að fara sina leið. Skopuðust þeir að honum sín í milli og fóru háðulegum orðum um framkomu hans, sem þeir töldu bera vitni um óvanlega glópsku og heimsku. Ræningjarnir héldu nú vörð yfir gullinu og fóru að hugleiða hvernig þeir gætu notað það. Einn af þeim sagði: „Þar sem forsjónin hefir verið okkur svona hliðstæð ættum við aldrei að fara héðan, án þess að taka allt gullið með okkur“. „Nei“, svaraði annar, „ég hygg, að við ættum ekki að fara þannig að ráði okkar. Við skulum taka dálitið af gullinu og senda einn okkar til þess að kaupa vín og matföng í borginni, auk margs annars, sem hann kann að sjá þar og telur okkur þurfa“. Á þetta féllust hinir tveir. Nú er það svo, sem kunnugra er en frá þurfi að segja, að hinn mikli myrkrahöfðingi er sniðugur í hæsta máta, og hefir sig mjög í frammi við slík tækifæri sem þessi ,til þess að valda eins mikl- um vandræðum og unnt er. Og hann fór þegar í stað að beina áhrifum sínum gagnvart þeim ræningjanum, sem til borgarinnar fór. „Undir eins“, hvíslaði Djöfullinn að honum, „og þú ert kominn til borgarinnar, skaltu kaupa þér mat og drykk, eta fylli þína og drekka af hjartanns lyst, og því næst kaupa það, sem fyrir þig var lagt. Eftir á skaltu setja eitthvað í matinn, sem félögum þín- um er ætlað, svo að þeir þurfi ekki meira, og þá verður þú einn eigandi gullsins og auðugasti maður í þessum hluta heims.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.