Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Blaðsíða 44
42
„Fylgið mér þá eftir“.
Vísaði hann þeim nú veg til hellisins og er að hellismunnanum
kom benti hann þeim á staðinn hættulega. Jafnframt nauðaði
hann á þeim, að fara ekki inn í hellinn, þeir ættu jafnvel helzt
ekki að horfa inn. Bezt væri að forða sér, eins og hann hefði
ætlað að gera. En ræningjarnir voru nú orðnir staðráðnir í að
athuga hvað það væri, sem gert hafði einbúann svo óttasleginn,
og skipuðu honum að fara á undan inn í hellinn. Einbúinn óttað-
ist, að þeir myndu drepa sig, ef hann hlýddi þeim ekki, og gekk
á undan þeim inn og sýndi þeim gullhrúguna.
„Hér“, sagði hann, „er dauðinn, sem var á hælum mér“.
En ræningjarnir urðu himinlifandi og létu fögnuð sinn í Ijós
með ákafa miklum.
Síðan leyfðu þeir einbúanum að fara sina leið. Skopuðust þeir
að honum sín í milli og fóru háðulegum orðum um framkomu
hans, sem þeir töldu bera vitni um óvanlega glópsku og heimsku.
Ræningjarnir héldu nú vörð yfir gullinu og fóru að hugleiða
hvernig þeir gætu notað það. Einn af þeim sagði:
„Þar sem forsjónin hefir verið okkur svona hliðstæð ættum
við aldrei að fara héðan, án þess að taka allt gullið með okkur“.
„Nei“, svaraði annar, „ég hygg, að við ættum ekki að fara
þannig að ráði okkar. Við skulum taka dálitið af gullinu og senda
einn okkar til þess að kaupa vín og matföng í borginni, auk margs
annars, sem hann kann að sjá þar og telur okkur þurfa“.
Á þetta féllust hinir tveir.
Nú er það svo, sem kunnugra er en frá þurfi að segja, að hinn
mikli myrkrahöfðingi er sniðugur í hæsta máta, og hefir sig mjög
í frammi við slík tækifæri sem þessi ,til þess að valda eins mikl-
um vandræðum og unnt er. Og hann fór þegar í stað að beina
áhrifum sínum gagnvart þeim ræningjanum, sem til borgarinnar
fór.
„Undir eins“, hvíslaði Djöfullinn að honum, „og þú ert kominn
til borgarinnar, skaltu kaupa þér mat og drykk, eta fylli þína og
drekka af hjartanns lyst, og því næst kaupa það, sem fyrir þig
var lagt. Eftir á skaltu setja eitthvað í matinn, sem félögum þín-
um er ætlað, svo að þeir þurfi ekki meira, og þá verður þú einn
eigandi gullsins og auðugasti maður í þessum hluta heims.“