Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Qupperneq 46
GIOVANNI SAGREDO:
Hygginn stuðningsmaður
Þrír menn, sem áttu skip sameiginlega, tóku þá ákvörðun, er
þeir höfðu verið lengi í sjóferðum og hagnast vel, að hætta ekki
á það lengur, að hafa skip sitt í förum, því að vindar úthafanna
eru dutlungafullir, en þess í stað lifa rólegu og þægilegu lífi í landi.
Þeir sigldu því skipi sínu til Pisa og seldu það þar fyrir tólf
þúsund gullpeninga, sem þeir fólu bankastjóra nokkrum til varð-
veizlu. Var honum lögð sú skylda á herðar, að hann mætti aldrei
inna neinar greiðslur af hendi úr þessum sameiginlega sjóði þeirra,
nema þeir væru allir viðstaddir.
Nú fór svo, er frá leið, að einn þessara þriggja manna varð
þreyttur á, að þessar greiðsluhömlur skyldu hafa verið á lagðar,
enda hafði hann nú það áform í huga, að sölsa allt féð undir sig.
Maður þessi annaðist öll innkaup þeirra, því að þeir bjuggu saman,
og ávallt, er fjár var þörf til útgjalda vegna heimilis þeirra, sótti
hann féð með samþykki hinna tveggja.
Dag nokkurn fór hann til bankastjórans og til þess að vinna
traust hans sagði hann honum, að hann hefði ágætt tækifæri til
þess að leggja alla peningana í fyrirtæki annars staðar í landinu
og væru félgar hans þessu samþykkir, en heiðursmaður nokkur
í Pisa hafði boðið þeim í veiðiferð daginn eftir, og um það var
bragðarefinum kunnugt.
Gekk hann nú á fund félaga sinna og sagði:
„Vinir mínir, farið og skemmtið ykkur að vild, en gleymið
ekki skyldum okkar og hagsmunum. Á morgun ber okkur að
greiða leigu fyrir húsið, sem við búum í og reikning slátrarans.