Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Síða 47
45
1 fyrramálið, er þér ríðið fram hjá, skuluð þér koma við hjá
bankastjóranum, og segja honum, að þið séuð samþykkir, að
hann greiði mér það, sem ég fer fram á, til sameiginlegra út-
gjalda okkar.“
Félaga hans grunaði ekki neitt, og daginn eftir, er þeir fóru
í veiðiferðina, komu þeir við hjá bankastjóranum, og sögðu hon-
um að greiða félaga þeirra fé það, sem hann bæði um.
Og ekki grunaði bankastjórann neitt og greiddi hann félaga
þeirra peningana, svo að hann gæti lagt þá í hið arðvænlega fyrir-
tæki annars staðar í landinu. En þegar hinn slægvitri maður hafði
komizt yfir féð, leigði hann sér skip og hélt á brott sem snar-
legast.
Þegar félagar hans komu aftur til borgarinnar og komust að
því, sem gerzt hafði, drógu þeir bankastjórann fyrir dómarann.
Samkvæmt bókum þeim, sem hann varð að sýna, sannaðist, svo
að ekki varð dregið í efa, að hann hafði lofað að greiða ladrei
neitt af fénu, nema eigendurnir væru allir viðstaddir. Mennirnir
tveir, sem rændir höfðu verið, héldu því nú fram, að bankastjór-
inn væri í bandalagi með þjófinum, og allir þeir, sem viðstaddir
voru, töldu víst, að bankastjórinn mundi verða dæmdur til þess
að greiða þeim féð.
En meðan réttarhöldin stóðu yfir vildi svo lit, að prestur að
nafni Arlotto kom til borgarinnar, en hann var ávallt gestur á
heimili bankastjórans, er hann dvaldist þar. Þegar honum hafði
verið sögð sagan bauðst hann til þess að vera verjandi vinar síns
og koma því til leiðar, að hann yrði sýknaður. Og daginn eftir,
er hann hafði kynnt sig fyrir dómaranum sem verjandi banka-
stjórans, tók hann til máls og sagði:
„Herra, þér getið ekki dæmt þennan mann til þess að greiða
hið umrædda fé, nema það sannist, að hann hafi brotið í bága við
þá skyldu, sem hann tókst á hendur með varðveizlu fjárins. Fáið
mér bók þessa. Stendur eigi hér, að honum sé óheimilt að greiða
nokkrum þeirra af sameiginlegum sjóði þeirra, nema þeir séu
allir viðstaddir?
„Komið þá, allir þrír sameiginlegir eigendur fjárins, og banka-
stjórinn mun gera skyldu sína.“