Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Page 50

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Page 50
48 áttir, eins og hún væri að búast við einhverjum. En enginn var á ferli, nema börnin á heimleið. Hún lokaði dyrunum og fór inn í fátæklega búið herbergi sitt, sem var hvorttveggja í senn, svefnherbergi og setustofa. Aftur var sami tómleikabragurinn á öllu úti. Enginn var nú á ferli í þorpinu, en úrkoman hafði aukizt að miklum mun. Regnið steyptist niður í stríðum straumum. Allt í einu var gulleitt gluggatjald í húsi kennslukonunnar dregið til hliðar sem snöggvast og hún leit út. En það bólaði ekkert á þeim, sem hún var að bíða eftir. Síðar, klukkan 5, var einhver á ferli á veginum, sem liggur til þorpsins. Og sá, sem þar var á ferð, var ungur maður og glæsi- lega búinn. Hann hafði brett upp kragann á yfirfrakka sínum. Glófa hafði hann á höndum. Hann gætti þess vandlega að stíga ekki niður í neinn pollinn á þjóðveginum, og var því á einlægum þeytingi ýmist til þessarar hliðarinnar eða hinnar. Við og við leit hann gremjulega á fallegu skóna sína, sem nú voru allir ataðir leir. Þegar hann loks var kominn í þorpið og húsið með fúnu og orm- étnu tröppunum fyrir framan blasti við honum, létti honum stór- um. Hann hristi sig eins og blautupr himdur og gekk upp þrepin. „Það er ég, Paola?“ kallaði hann. „Siturðu í dimmunni?" „Ert það þú, Ugo?“ Kennslukonan hafði setið hljóð og hreyfingarlaus við borðið í stofu sinni. Hún reis nú á fætur og kveikti á litlum olíulampa, sem bar daufa birtu um herbergið. Ugo nöldraði um hvað veðrið væri slæmt og erfitt að ferðast í allri bleytunni og svipaðist um eftir hentugasta staðnum til þess að hengja upp regnhlífina sína, en á henni var skrautlegt hand- fang. „Heyrðu mig, hefirðu ekki tusku til þess að þurrka af skónum mínum. Þeir eru allir leirugir og blautir. Hún kraup á kné fyrir framan hann og þurrkaði sjálf af skón- um hans. „Nei, þetta ættirðu ekki að gera“, sagði hann. Meðan hún lá þarna frambeygð og þurrkaði af skónum hans sagði hún:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Rökkur : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.