Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Qupperneq 50
48
áttir, eins og hún væri að búast við einhverjum. En enginn var
á ferli, nema börnin á heimleið.
Hún lokaði dyrunum og fór inn í fátæklega búið herbergi sitt,
sem var hvorttveggja í senn, svefnherbergi og setustofa.
Aftur var sami tómleikabragurinn á öllu úti. Enginn var nú
á ferli í þorpinu, en úrkoman hafði aukizt að miklum mun. Regnið
steyptist niður í stríðum straumum.
Allt í einu var gulleitt gluggatjald í húsi kennslukonunnar
dregið til hliðar sem snöggvast og hún leit út. En það bólaði
ekkert á þeim, sem hún var að bíða eftir.
Síðar, klukkan 5, var einhver á ferli á veginum, sem liggur til
þorpsins. Og sá, sem þar var á ferð, var ungur maður og glæsi-
lega búinn. Hann hafði brett upp kragann á yfirfrakka sínum.
Glófa hafði hann á höndum. Hann gætti þess vandlega að stíga
ekki niður í neinn pollinn á þjóðveginum, og var því á einlægum
þeytingi ýmist til þessarar hliðarinnar eða hinnar. Við og við leit
hann gremjulega á fallegu skóna sína, sem nú voru allir ataðir leir.
Þegar hann loks var kominn í þorpið og húsið með fúnu og orm-
étnu tröppunum fyrir framan blasti við honum, létti honum stór-
um.
Hann hristi sig eins og blautupr himdur og gekk upp þrepin.
„Það er ég, Paola?“ kallaði hann. „Siturðu í dimmunni?"
„Ert það þú, Ugo?“
Kennslukonan hafði setið hljóð og hreyfingarlaus við borðið í
stofu sinni. Hún reis nú á fætur og kveikti á litlum olíulampa,
sem bar daufa birtu um herbergið.
Ugo nöldraði um hvað veðrið væri slæmt og erfitt að ferðast
í allri bleytunni og svipaðist um eftir hentugasta staðnum til þess
að hengja upp regnhlífina sína, en á henni var skrautlegt hand-
fang.
„Heyrðu mig, hefirðu ekki tusku til þess að þurrka af skónum
mínum. Þeir eru allir leirugir og blautir.
Hún kraup á kné fyrir framan hann og þurrkaði sjálf af skón-
um hans.
„Nei, þetta ættirðu ekki að gera“, sagði hann.
Meðan hún lá þarna frambeygð og þurrkaði af skónum hans
sagði hún: