Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Side 51

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Side 51
49 „Líður þeim öllum vel heima?“ „Þeim líður öllum vel. Ég er með mörg bréf handa þér. Augusta ætlaði að skrifa þér líka, en fékk aldrei tíma til þess. Hún sagðist enn vera að bíða eftir sokkunum, sem þú lofaðir henni — og nú þarf hún á þeim að halda. Hérna eru bréfin.“ Hann afhenti henni bréfin og fór því næst að ganga um gólf sér til hita. Hann gekk með hendurnar í vösunum og drúpti höfði svo, að það var eins og það væri að síga niður milli axlanna. „Hvað það er kalt og rakt,“ sagði hann og sitthvað fleira í þá átt og stappaði fótunum í gólfið. Systir hans horfði á hann. Hann var sextán ára að aldri, piltur fríður sýnum, vel byggður og liðugur að sjá. Hörundslitur hans var hraustlegur og svipurinn geðfelldur, ennið hátt og augun skær. Hann var þegar orðinn karlmannlegur og svipurinn bar vitni um glaðlyndi ungrar sálar. Þegar Paola leit á hann minntist hún þess, hvernig hann leit út, þegar hann var smábarn, lítill angi, frísklegur brosandi, yndislegur. Hún hafði þá fengið ást á honum og hann undi hvergi nema í faðmi hennar. Og þegar hann fór að ganga, hvað hann hafði haldið fast í hana, ef hann varð smeykur, með litlu feitu höndunum sínum, og hann hafði grátið, þegar hún grét, brosað þegar hún brosti. Nú kyssti hann hana aldrei og hann mundi aldrei koma, ef móðir hans og systur sendu hann ekki. „Lestu ekki bréfin?“ spurði hann. „Ég veit svo sem vel hvað í þeim stendur." Hún færði sig nær lampanum og fór að lesa. Rithönd móður hennar var öll með útflúri og næsta ógreinileg: . Hvað get ég gert? Hvað get ég sagt við föður þinn? Við skuldum vinnustúlkunni margra mánaða kaup. Það er alveg furðu- legt, að hún skuli engar kvartanir hafa borið fram. Sendu mér það, sem þú hefir. Þú verður að játa, að ég hefi ekki beðið þig um neitt langa lengi. Það er skylda þín sem góðrar dóttur ...“ Hún lagði bréfið til hliðar. Henni fannst hún sjá móður sína þar sem hún sat og var að skrifa bréfið í mesta flýti! Hún sat við borðshorn og virtist vera að flýta sér til þess að geta komizt út. Hún var í fallegum bláum kjól. Nú hætti hún að skrifa í bili og bað stúlkuna að færa sér kaffi. Við og við lyfti hún hattslæðunni og snerti augnabrúnirnar með vísifingri vinstri handar, — það var 4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Rökkur : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.