Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Side 55
53
Ugo geispaði.
„Ég er svo syfjaður og kaldur, Paola.“
„Segðu þeim, að framvegis skuli þær ekki leita til mín. Nú
hefi ég ekkert lengur að láta af hendi rakna, sem mitt er. Þótt
þú leitaðirð mundirðu ekki finna túskildingsvirði, sem er mín
eign. Og að því er framtíðina snertir, geturðu sagt þeim, að ég
muni ekki framvegis ráða yfir tíma mínum eða því, sem ég vinn
mér inn.“
„Jæja, hvers vegna?“
„Af því að ég ætla að giftast".
Ugo stökk á fætur.
„Hvað segirðu?“
Andartaki brá fyrir hæðnisglotti á andliti hans. Hann horfði
alveg forviða á Paolu.
„Þú ætlar að giftast!"
Og hún fann á sér, að hann hugsaði á þessa leið:
„Herra trúr! Er hún gengin af göflunum?“
Það var eins og hjartað í brjósti vesalings Paolu ætlaði að
hætta að slá. Þetta var eins og svipuhögg ofan í öll gömlu árin.
Hvaða öfl höfðu ráðið því við fæðingu hennar, að hlutskipti
hennar skyldi verða að þola útskúfun, lítilsvirðingu, að hún skyldi
verða að neita sér um allt og leggja allt í sölumar fyrir skyldi-
menni sín. Hún hafði orðið margs að gjalda fyrir það, að hún
frá barnæsku vildi þræða veg dyggðanna og menntunarinnar, en
nánustu skyldmenni hennar veg eigingirninnar og hugsuðu um
það eitt, að lifa lífinu í iðjuleysi og skemmta sér sem bezt. Og
þegar verst gegndi, þegar heimilið var eins og lekt skip, sem er
að því komið að sökkva, hafði hún ein tekið rögg á sig og farið
að heiman til þess að vinna fyrir sér og koma í veg fyrir, að
skipið sykki. Hvílík eymdartilvera! Hún hafði orðið að vinna
baki brotnu árum saman. Svo hafði smám saman farið að ganga
dálítið betur. En hún hafði haldið áfram að vinna, af því þau
heima lögðu fast að henni að gera það. Þar sem hún var starfs-
hæfileikum gædd, því ekki að láta hana nota þessa hæfileika sína!
Aldrei höfðu þau hirt um hana, hamingju hennar, þau höfðu
verið eins og blóðsugur, hugsað um það eitt, að hafa sem mest
gagn af henni, án þess að hugsa um, að hún varð að vaka heilar