Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Page 55

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Page 55
53 Ugo geispaði. „Ég er svo syfjaður og kaldur, Paola.“ „Segðu þeim, að framvegis skuli þær ekki leita til mín. Nú hefi ég ekkert lengur að láta af hendi rakna, sem mitt er. Þótt þú leitaðirð mundirðu ekki finna túskildingsvirði, sem er mín eign. Og að því er framtíðina snertir, geturðu sagt þeim, að ég muni ekki framvegis ráða yfir tíma mínum eða því, sem ég vinn mér inn.“ „Jæja, hvers vegna?“ „Af því að ég ætla að giftast". Ugo stökk á fætur. „Hvað segirðu?“ Andartaki brá fyrir hæðnisglotti á andliti hans. Hann horfði alveg forviða á Paolu. „Þú ætlar að giftast!" Og hún fann á sér, að hann hugsaði á þessa leið: „Herra trúr! Er hún gengin af göflunum?“ Það var eins og hjartað í brjósti vesalings Paolu ætlaði að hætta að slá. Þetta var eins og svipuhögg ofan í öll gömlu árin. Hvaða öfl höfðu ráðið því við fæðingu hennar, að hlutskipti hennar skyldi verða að þola útskúfun, lítilsvirðingu, að hún skyldi verða að neita sér um allt og leggja allt í sölumar fyrir skyldi- menni sín. Hún hafði orðið margs að gjalda fyrir það, að hún frá barnæsku vildi þræða veg dyggðanna og menntunarinnar, en nánustu skyldmenni hennar veg eigingirninnar og hugsuðu um það eitt, að lifa lífinu í iðjuleysi og skemmta sér sem bezt. Og þegar verst gegndi, þegar heimilið var eins og lekt skip, sem er að því komið að sökkva, hafði hún ein tekið rögg á sig og farið að heiman til þess að vinna fyrir sér og koma í veg fyrir, að skipið sykki. Hvílík eymdartilvera! Hún hafði orðið að vinna baki brotnu árum saman. Svo hafði smám saman farið að ganga dálítið betur. En hún hafði haldið áfram að vinna, af því þau heima lögðu fast að henni að gera það. Þar sem hún var starfs- hæfileikum gædd, því ekki að láta hana nota þessa hæfileika sína! Aldrei höfðu þau hirt um hana, hamingju hennar, þau höfðu verið eins og blóðsugur, hugsað um það eitt, að hafa sem mest gagn af henni, án þess að hugsa um, að hún varð að vaka heilar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Rökkur : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.