Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Side 57

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Side 57
55 deyfð og hlédrægni vitni. Augun voru smá og augnahárin voru næstum ósýnileg. Ennið var lágt og allur svipurinn bar því vitni, að maðurinn mundi þrár í lundu, eins og títt er um bændur, og skapið járnhart. Hann leit vart á piltinn og eftir stutta stund stóð hann upp og kvaddi með því að bera stóra, veðurbarða hönd að húfuderinu, og gekk svo hægt út, álútur, þunglamalegur. Ugo hafði þegar fengið andúð á honum. Paola gekk út á tröppurnar með komumanni og talaði þar við hann góða stund. Þegar hún kom inn og hafði lokað dyrunum á eftir sér, sagði hún við bróður sinn: „Viltu ekki fara að komast í rúmið?“ En Ugo hreyfði sig ekki. — Hann andaði djúpt og svipur hans bar vott um hugaræsingu. Og svo spurði hann titrandi röddu: „Er þetta maðurinn, sem þú ætlar að giftast?” „Það er hann,“ svaraði Paola. „Þú ætlar að giftast bónda? Og hann er ekkjumaður? Og mamma — hvað heldurðu að mamma segi?“ Hún verður að sætta sig við það.“ Svo mælti hún hvasslega til hans: „Hvernig ættir þú að geta dæmt um þetta af skilningi? Reyndu að dvelja hér tlu vetur og tíu sumur, aleinn — heyrirðu hvað ég segi. Aleinn.Reyndu að þræla fvrir aðra, einmana, yfirgefinn. Ég vil ekkert ykkar framar augum líta. Ég vil aldrei neitt af ykkur fregna.“ Og nú, er hún var komin af stað, hélt, hún áfram. Hún hækkaði röddina. Það var stundum eins og hún veinaði í neyð, stundum eins og hana kenndi sárt til vegna likamlegra meiðsla. Hún neri saman höndunum, — ásakaði, kvartaði, andvarpaði, grét, eins og hún hefði fengið móðursýkikast, og endurtók aftur og aftur það. sem hún var búin að segja. ,.Ég vil aldrei neitt vkkar framar augum líta.“ Og svo hjaðnaði æsingin allt i einu eins og af sjálfu sér og hún sagði: „Farðu að hátta,“ Ugo hlýddi, án þess að mæla orð af munni. En þegar hann var kominn í rúmið, fór hann að gráta, fyrst hægt, svo ákafara og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Rökkur : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.