Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Page 57
55
deyfð og hlédrægni vitni. Augun voru smá og augnahárin voru
næstum ósýnileg. Ennið var lágt og allur svipurinn bar því vitni,
að maðurinn mundi þrár í lundu, eins og títt er um bændur, og
skapið járnhart.
Hann leit vart á piltinn og eftir stutta stund stóð hann upp
og kvaddi með því að bera stóra, veðurbarða hönd að húfuderinu,
og gekk svo hægt út, álútur, þunglamalegur. Ugo hafði þegar
fengið andúð á honum.
Paola gekk út á tröppurnar með komumanni og talaði þar við
hann góða stund. Þegar hún kom inn og hafði lokað dyrunum á
eftir sér, sagði hún við bróður sinn:
„Viltu ekki fara að komast í rúmið?“
En Ugo hreyfði sig ekki. — Hann andaði djúpt og svipur hans
bar vott um hugaræsingu. Og svo spurði hann titrandi röddu:
„Er þetta maðurinn, sem þú ætlar að giftast?”
„Það er hann,“ svaraði Paola.
„Þú ætlar að giftast bónda? Og hann er ekkjumaður? Og
mamma — hvað heldurðu að mamma segi?“
Hún verður að sætta sig við það.“
Svo mælti hún hvasslega til hans:
„Hvernig ættir þú að geta dæmt um þetta af skilningi? Reyndu
að dvelja hér tlu vetur og tíu sumur, aleinn — heyrirðu hvað ég
segi. Aleinn.Reyndu að þræla fvrir aðra, einmana, yfirgefinn. Ég
vil ekkert ykkar framar augum líta. Ég vil aldrei neitt af ykkur
fregna.“
Og nú, er hún var komin af stað, hélt, hún áfram. Hún hækkaði
röddina. Það var stundum eins og hún veinaði í neyð, stundum
eins og hana kenndi sárt til vegna likamlegra meiðsla. Hún neri
saman höndunum, — ásakaði, kvartaði, andvarpaði, grét, eins
og hún hefði fengið móðursýkikast, og endurtók aftur og aftur
það. sem hún var búin að segja.
,.Ég vil aldrei neitt vkkar framar augum líta.“
Og svo hjaðnaði æsingin allt i einu eins og af sjálfu sér og hún
sagði:
„Farðu að hátta,“
Ugo hlýddi, án þess að mæla orð af munni. En þegar hann var
kominn í rúmið, fór hann að gráta, fyrst hægt, svo ákafara og