Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Qupperneq 58
56
ákafara, eins og í djúpri örvæntingu, sem hann gæti ekki bægt
frá. Hvílík eymd, hvílík örvænting! Hversu lífið var ógurlegt,
grimmdarlegt! Allt fyllti huga hans ógnum. Hann fékk óbeit á
heimili ínu, hinu einskisverða lífi, sem þar var lifað, óskamm-
feilnu skuldheimtumönnunum, á hrörnandi húsi foreldra sinna,
hann óttaðist framtíð sína og örlög systur sinnar, sem nú var i
þann veginn að giftast.
Þessi hugsunarlitli piltur, sem hafði verið fullur vonar, hraust-
ur, hressilegur, þrátt fyrir allt, fannst, að allar byrðar lífsins hvíldu
á sér, og hann varð svo beiskur í lund og sorgbitinn að sama skapi,
að hann óskaði sér þess að hann fengi ekki að líta ljós næsta dags.
Þá kom hún til þess að hugga hann. Með angurværri blíðu og
viðkvæmni lagði hún höfuð hans að brjósti sínu og kyssti rauð-
bólgin, grátin augu hans. Hann hafði grátið hennar vegna. Hún
kyssti hann eins og hún hafði kysst hann, þegar hann var barn,
af innileik, meðaumkun, eins og þá, er henni hafði fundist hver
hugsun um sakleysingjann, sem hún elskaði af allri sál sinni, eins
og ilmandi reykelsi. Og þá fyrst, er drengurinn hennar var sofn-
aður, grét hún sjálf beiskari tárum en hún nokkru sinni áður
hafði úthellt.
Og Paola giftist erfiðismanni og varð stjúpa tveggja lítilla móð-
urlausra telpna. Hún var dauð í augum heimsins, eins og hún væri
nunna, sem þó nýtur ekki verndar og huggunar klausturlífsins,
hún var grafin lifandi, án þess að njóta friðar grafarinnar. Hún
var útskúfuð, gleymd — öllum, nema bróður hennar, sem þrátt
fýrir allt, sem hann varð að reyna í lífinu, meðlæti og mótlæti,
er hann reyndi að koma sér áfram, mundi eftir henni. En minn-
ingin um hana varð er frá leið, þokukennd í augum hans, það
varð brátt eins og það væri svo langt um liðið, hún varð í augum
hans eins og vofa, sem er farin sína leið, eins og skuggi skugga.
(Carola Prosperi, f. 1883. Sagan var birt í Italskar smásögur I, 1937).