Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Page 59

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Page 59
MATTEO BANDELLO: Afbrýði Á dögum hins vitra en ólánsama prins, Lodovico Sforza, bjó kaupmaður nokkur vellauðugur í einni borg hertogadæmisins (Milano-hertogadæmis). Naut hann álits og trausts stéttarbræðra sinna. Hann hafði tekið sér konu af göfugum ættum, unga og milda í lund. Áttu þau aðeins eitt barn, son, sem var tæplega tíu ára að aldri, er faðir hans lézt. Var það nú hlutskipti móður hans að ala hann upp og varðveita fyrir hann hinar miklu eignir, sem faðir hans hafði átt. Móðir drengsins vildi, að drengurinn yrði alinn upp eins og synir manna af aðalsættum, og eins og tíðkaðist í hennar ætt, og mátti hún því ekki heyra nefnt á nafn, að hann legði fyrir sig kaupskap eða slíkt. Lagði hún nú áherzlu á að afla honum sem beztrar bóklegrar menntunar og sá svo um, að honum var kennt allt það, sem sannan dándismann má bezt prýða. En sjálf tók hún sér fyrir hendur að leiða til lykta öll viðskipti, sem maður hennar hafði átt við ýms kaupsýslufyrirtæki í Flandern, Italíu, Frakklandi og Spáni, og jafnvel í Sýrlandi. Tilgangur hennar var, er þessu væri lokið, að kaupa landareign mikla handa syni sínum, sem Galeazzo nefndist. Galeazzo óx nú upp og er hann var kominn á unglings ár mátti í öllu sjá, að uppeldi hans hafði heppnast mæta vel. Hann var kurteis vel og áhugasamur, hafði áhuga fyrir bókmenntum og hljómlist, og kunni íþróttir margar. Reiðmaður var hann ágætur og glímumaður góður og burtreiðarmaður. — Þetta var móður hans ánægjuefni mikið. Sá hún vel fyrir þörfum hans, bjó hann
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Rökkur : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.