Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Side 60
58
vel að fatnaði, lét hann hafa hesta góða, og í stuttu máli allt,
sem hún hugði, að hugur hans girntist. Á fáum árum hafði hún
greitt allar skuldir manns síns og fengið greiddar flestar skuldir,
sem honum voru ógreiddar, er hann lézt. Eigi hafði henni þó
tekizt að fá greidda fjárhæð, sem kaupmaður nokkur í Feneyjum,
er átti viðskipti við menn í Sýrlandi, skuldaði honum. Dvaldist
kaupsýslumaður þessi lengi í Sýrlandi og kom aftur til Feneyja
um það leyti, er Galeazzo var sextán eða seytján ára.
Nú var það svo um Galeazzo, eins og títt er um unglinga á hans
reki, að honum bjó sterk löngun í brjósti til þess að skoða sig um
í fjarlægum landshlutum, en einkanlega þráði hann mjög að koma
til hinnar frægu og velmetnu borgar, Feneyja. Lagði hann því
fast að móður sinni að leyfa sér að fara þangað. Henni var það
fjarri skapi. að letja hann fararinnr, því að hún vildi, að hann
gerði þá tilraun til þess að fá skuld þá greidda, sem þar var
ógoldin, og hvatti því son sinn eindregið fararinnar. Bjó hún allt
undir för hans sem bezt. Lét reyndan mann og ráðsettan fara
með honum, auk þess sem hún skrifaði kaupsýslumanni einum
í Feneyjum, sem verið hafði vildarvinur manns hennar, að greiða
götu hans. Lagði Galeazzo nú af stað til Feneyja, vel búinn klæð-
um, með nóg fé handa milli, og þjónalið, sem ungum manni og
auðugum hæfði.
Þegar til Feneyja kom fór Galeazzo þegar á fund manns þessa
og sagði honum hver hann var og tók hann honum ágæta vel.
Þeir fóru því næst saman á fund heiðursmanns þess, sem fyrr um
getur, og þegar hann vissi hverra manna Galeazzo var fagnaði
hann honum eins og hann væri sonur hans. Kvaðst hann fúslega
viðurkennar, að hann skuldaði honum upphæð þá, sem um væri
að ræða, en eigi getað greitt hana fyrr, sökum þess, að aðeins
væru þrir dagar liðnir frá því, er hann kom frá Sýrlandi.
,,Nú er ég reiðubúinn að leiða mál þetta til lykta, en þér verðið
að bíða átta eða tíu daga, þvi að ég þarf að fara til Padua, þar
sem fjölskylda mín er“.
Galeazzo kvaðst fúslega vilja bíða, því að hann fengi þá ágætt
tækifæri til þess að skoða sig um í Feneyjum, sem hann óspart
notaði. Þannig atvikaðist. nú, að Galeazzo fór til Padua með kaup-