Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Page 60

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Page 60
58 vel að fatnaði, lét hann hafa hesta góða, og í stuttu máli allt, sem hún hugði, að hugur hans girntist. Á fáum árum hafði hún greitt allar skuldir manns síns og fengið greiddar flestar skuldir, sem honum voru ógreiddar, er hann lézt. Eigi hafði henni þó tekizt að fá greidda fjárhæð, sem kaupmaður nokkur í Feneyjum, er átti viðskipti við menn í Sýrlandi, skuldaði honum. Dvaldist kaupsýslumaður þessi lengi í Sýrlandi og kom aftur til Feneyja um það leyti, er Galeazzo var sextán eða seytján ára. Nú var það svo um Galeazzo, eins og títt er um unglinga á hans reki, að honum bjó sterk löngun í brjósti til þess að skoða sig um í fjarlægum landshlutum, en einkanlega þráði hann mjög að koma til hinnar frægu og velmetnu borgar, Feneyja. Lagði hann því fast að móður sinni að leyfa sér að fara þangað. Henni var það fjarri skapi. að letja hann fararinnr, því að hún vildi, að hann gerði þá tilraun til þess að fá skuld þá greidda, sem þar var ógoldin, og hvatti því son sinn eindregið fararinnar. Bjó hún allt undir för hans sem bezt. Lét reyndan mann og ráðsettan fara með honum, auk þess sem hún skrifaði kaupsýslumanni einum í Feneyjum, sem verið hafði vildarvinur manns hennar, að greiða götu hans. Lagði Galeazzo nú af stað til Feneyja, vel búinn klæð- um, með nóg fé handa milli, og þjónalið, sem ungum manni og auðugum hæfði. Þegar til Feneyja kom fór Galeazzo þegar á fund manns þessa og sagði honum hver hann var og tók hann honum ágæta vel. Þeir fóru því næst saman á fund heiðursmanns þess, sem fyrr um getur, og þegar hann vissi hverra manna Galeazzo var fagnaði hann honum eins og hann væri sonur hans. Kvaðst hann fúslega viðurkennar, að hann skuldaði honum upphæð þá, sem um væri að ræða, en eigi getað greitt hana fyrr, sökum þess, að aðeins væru þrir dagar liðnir frá því, er hann kom frá Sýrlandi. ,,Nú er ég reiðubúinn að leiða mál þetta til lykta, en þér verðið að bíða átta eða tíu daga, þvi að ég þarf að fara til Padua, þar sem fjölskylda mín er“. Galeazzo kvaðst fúslega vilja bíða, því að hann fengi þá ágætt tækifæri til þess að skoða sig um í Feneyjum, sem hann óspart notaði. Þannig atvikaðist. nú, að Galeazzo fór til Padua með kaup-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Rökkur : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.