Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Page 61

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Page 61
59 sýslumanninum, og hafði aðeins einn þjón meðferðis, en annað þjónalið hans varð eftir á gistihúsi í Feneyjum. Kaupmaðurinn hafði verið gestur á heimili föður Galeazzo og skipað þar heiðurssæti, enda lagði hann sig nú allan fram til þess að gera Galeazzo dvölina sem skemmtilegasta. Bjó Galeazzo í húsi hans í Padua. Og þar kynntist hann dóttur hans, fimmtán ára að aldri, fagurri og bjartri. Galeazzo var með henni dag hvem. Eigi hafði ást kviknað í brjósti hans fyrr en nú, og fékk hann djúpa ást á henni. Þar sem nú henni geðjaðist að piltinum og var ást- hneigð og sá fljótt hvað honum bjó í huga, endurgalt hún honum hana ríkulega. Loks kom svo, að þau lögðu saman ráð sín um hvernig þau gætu komið svo ár sinni fyrir barð, að þau þyrftu eigi að skilja. Nú hafði faðir stúlkunnar ákveðið að greiða Galeazzo féð eftir þrjá daga og fara með honum aftur til Feneyja, þar sem hann ætlaði að dvelja nokkra daga. Tveimur dögum eftir brottför hans frá Padua skyldi nú stúlkan flýja að heiman, samkvæmt ráðagerð hennar og Galeazzo.en þjónn hans, er hann treysti vel, fylgja henni. Föður stúlkunnar sagði Galeazzo, að hann ætlaði að senda þjóninn til móður sinnar, en hann hélt kyrru fyrir með leynd í Padua, unz flóttinn skyldi hafinn. En faðir stúlkunnar trúði öllu og skrifaði enda bréf með þjóninum til móður Galeazzo. Þegar nú Galeazzo hafði fengið peningana lagði hann af stað til Feneyja ásamt föður ástmeyjar sinnar. Voru þeir saman og fór Galeazzo í öllu að ráðum hans, um heimsendingu fjárins, kaup öll og slíkt. Nú barst fregnin til þeirra um hvarf stúlkunnar. Til- raunir föður hennar til þess að hafa upp á henni báru engan árangur. Sorgbitinn og vondaufur fór hann aftur til Padua, en Galeazzo þóttist taka mikla hlutdeild í sorg hans og bauðst til þess að fara til Padua með honum — og raunar fara með honum hvert sem hann vildi. Kaupsýslumaðurinn þakkaði honum boðið en hafnaði því. En þegar hann frétti ekkert um dóttur sina, Lucreziu, er hann kom til Padua, fór hann á ný til Feneyja og var Galeazzo ófarinn þaðan. Féll þvi enginn grunur á hann og hélt hann nú brátt til heimilis sins, en eigi áræddi hann að segja móður sinni neitt um stúlkuna.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Rökkur : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.