Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Page 63

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Page 63
forðast mig og ég hugði, að þú mundir vilja ræða við mig hvers- konar erfiðleika, sem á vegi þínum kynni að verða. En ég hefi farið villur vegar. Nú hefi ég komizt að raun um hvernig í öllu liggur. Ég veit, að þú elskar Lucreziu, sem þú namst á brott úr húsi föður hennar í Padua. Hvort það var riddaralegt athæfi læt ég þig sjálfan um að dæma, en nú er tími kominn til þess að hjálpa, ekki til þess að dæma. Láttu skynsemina ráða og reyndu að ná þér andlega og líkamlega. Lucrezia skal aftur verða þín. Ég kom henni fyrir í klaustri, í þeirri von, að ef þú sæir hana ekki, mundir þú gera mér það til geðs, að kvongast, eins og þú veizt, að er ósk mín“. Þegar Galeazzo heyrði þetta, var sem hann væri kvaddur frá dauða til lífs og hann játaði ærið skömmustulegur fyrir móður sinni, að hann elskaði Lucreziu meira en lifið í brjósti sínu, og bað hana af miklum innileika, að lofa sér að fara á fund hennar þegar í stað. Hún bað hann að vera þolinmóðan aðeins einn dag til, lét bera honum mat og drykk, og lofaði honum því, að Lucrezia skyldi verða sótt daginn eftir. Þegar Galeazzo hafði verið lofað þessu hresstist hann óðum. Hann hafði verið eins og maður, sem hafði gefið upp alla von. Nú át hann og drakk og lagðist til svefns í þeirri sælu von, að hann mundi fá að sjá Lucreziu sína daginn eftir. Þegar er hann var kominn á fætur árla morguns daginn eftir, fór hann á fund móður sinnar og bað hana að sækja Lucreziu. Til þess að geðjast syni sínum ók hún sjálf til klaustursins og sótti stúlkuna. Þegar ástvinirnir fundust hlupu þeir í fangið hvor á öðrum og grétu af innilegum fögnuði. Þegar Gaieazzo hafði kysst Lucreziu ótal sinnum og vafið hana örmum, spurði hann hana enn grátandi: „Seg mér, ástin min, hversu leið þér í einverunni, fjarri mér? Varstu ekki hrygg, er ég var hvergi nærri. 1 sannleika sagt, ég hugði að ég mundi ekki fá afborið skilnaðinn, og ég skil vart í þvi, að ég skuli enn vera á lífi. Ó, indæli lífs míns, hver getur fullvissað mig um, að einhver annar hafi ekki notið blíðu þinnar síðan þú varst á brott hrifin frá mér? Afbrýðin kvelur mig og verður bani minn. Hjartað er brostið í brjósti mínu. Og nú, ástin
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Rökkur : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.